Andvari - 01.01.1992, Side 165
ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR
Baráttuár í Höfn
Þáttur úr œvi Guðmundar Magnússonar (Jóns Trausta)
í ritgerð í Skírni 1975 er greint frá veru Guðmundar Magnússonar á Seyðisfirði á veg-
um Skafta Jósefssonar, fyrst sem aðstoðarpiltur í prentsmiðju og síðar sem
prentnemi. Á þessum árum tók hann að fást við Ijóðagerð. Birtust ljóð eftir hann í
Austra og vöktu athygli. Sigríði konu Skafta, sem var gáfukona og ritfær, sýndi hann
fyrstu tilraun sína til skáldskapar í óbundnu máli, sögukorn er hún í senn gagnrýndi
en hvatti hann jafnframt til frekari viðleitni á þessu sviði. Ekki mun Guðmundur þó
Itafa haldið þessari frumsmíð til haga.
Ingibjörg dóttir Skafta kenndi Guðmundi dönsku og í heild mun fjölskylda Skafta
hafa stutt hann með ráðum og dáð til utanfarar. Eins og fram kemur í fyrrnefndri
Skírnisgrein var fjörugt leikhúslíf á Seyðisfirði á síðasta tug nítjándu aldar. Án efa
hafa áhrifin frá því átt meginþátt í því að Guðmundur tók að kynna sér leikhús og
leiksviðsbúnað á Hafnarárunum.
Vorið 1896 var Guðmundur albúinn til utanfarar, en þá réðst svo að fyrst tók hann
þátt í rannsóknarleiðangri Daniels Bruun um Norðurland í nokkrar vikur. Varð hann
síðan eftir á Akureyri og beið þar fars til Danmerkur. Síðla sumars 1896 heldur hann
með skipi til Kaupmannahafnar þar sem hann mun fljótlega hafa tekið til starfa sem
prentari.
„Til sidst lander jeg i K0benhavn, hvor jeg i to Aar kæmper mine 9-10
Timer daglig imod Sulten og Resten af D0gnet/or mine Ideer. Den f0rste
Kamp gaar slet; den sidste bedre.“
Þannig farast Guðmundi Magnússyni orð um Hafnarárin fjórtán árum
síðar í danska tímaritinu Bogvennen.
Ugglaust hafa laun prentsveina verið lág í Danmörku á þessum árum,
ekki samræmst óskum og þrám þeirra, er dreymdi um frekari menntir. Eigi
að síður hlaut Guðmundur þó fjárhagslegan stuðning, sem fátítt var að ís-
lenskir iðnsveinar yrðu þá aðnjótandi, og verður að því vikið síðar. En
það, sem mun hafa orðið honum einna þyngst í skauti á Hafnarárunum var
einmanaleikinn - þessi fylgifiskur skálda - kennd, sem fylgdi Guðmundi
alla ævi, eins og glöggt kemur fram í bréfi til Þorvalds Thoroddsen 27. jan.
1915, en þar kvartar hann um einmanaleika og innilokun frá öllu andlegu
lífi.
Fljótlega eftir komuna til Hafnar má sjá nafn Guðmundar í útlánaskrám
m