Andvari - 01.01.1992, Side 167
ANDVARI
BARÁTTUÁR í HÖFN
165
hálfu Hafnar-íslendinga á árunum 1896-1898. Ekki er ólíklegt, að þar hafi
gætt öfundar vegna styrkveitinganna.
En nú átti hann þess kost að sjá og fylgjast með leiksýningum á öðru
helsta leikhúsi Dana. Sjálfur taldi hann sig þó hafa komist skammt á veg í
því að kynna sér leiksviðsbúnað . . sem ég aldrei gat stundað vegna fá-
tæktar og varð að hætta við í miðju kafi,“ eins og hann kemst að orði síðar
í styrkumsókn til Alþingis. Jafnframt minnist hann ágæts kennara, Benja-
min Pedersen, er varð kunnur leikhússtjóri. Pessi maður hafði sýnt honum
persónulegan áhuga og hvatt hann til frekara náms.
Síðar á ævinni taldi Guðmundur, að Raben-Levetzau sjóðnum ætti hann
mest að þakka allra stofnana og væru ritstörf sín ávextir þeirrar mennt-
unar, sem hann hefði aflað sér fyrir framlög hans.
Síðara árið í Höfn bjó Guðmundur á gisti- og greiðasöluhúsi skammt frá
Kóngsins nýja torgi. Hann tók þá þátt í félagsskap prentara og var með-
limur í söngfélagi þeirra. Hann var að eðlisfari sönghneigður maður og átti
nú í fyrsta sinn kost á að heyra fagran kórsöng. Hrifning hans af þeirri teg-
und tónlistar kemur skýrt fram í smáþætti, er hann nefndi Jól í stórborg, og
mun vera eitt hið fyrsta er hann setti saman í óbundnu máli. En Kaup-
mannahöfn opnaði honum ekki aðeins heima tónlistarinnar - heldur hvers
kyns fagurra lista, þar sem voru listasöfn hennar og leikhús. Allt átti þetta
eftir að birtast honum aftur í nýrri mynd þegar þroski hans og næmleiki
hafði eflst.
En æði oft mun þó einmanaleiki hafa sótt á hann og heimþrá, ekki síst
vegna hennar, sem heima beið. Þessi þrá er eins og undiralda í endurminn-
ingaþættinum Jól í stórborg, en þar hefur Guðmundur án efa náð að
bregða upp mynd af hugarástandi fjölmargra Hafnar-íslendinga fyrr og síð-
ar.
Sterk vanmetakennd virðist hafa sótt á Guðmund á Hafnarárunum, efa-
semdir um getu sína og köllun eins og títt er um hæfileikasama æskumenn,
er enn hafa ekki fundið lífsorku sinni farveg. Að þessu víkur hann löngu
síðar í bréfi til Þorvalds Thoroddsen. Stöku menn hafi þá að vísu trúað því,
að eitthvað byggi í sér, en helst hafi það verið Danir, er hvatt hafi sig og
uppörvað. Af Islendinga hálfu kveðst hann helst hafa notið einhverrar fyr-
irgreiðslu og aðhlynningar af hálfu Olafs Halldórssonar stjórnarráðsfull-
trúa og dr. Valtýs Guðmundssonar. En jafnframt minnist hann Þorvalds,
sem velgerðamanns síns umfram flesta aðra og þeirrar ástúðlegu gestrisni,
er hann hafi átt að mæta á heimili hans. Til þessa manns sneri Guðmundur
sér löngu seinna er að honum sóttu efasemdir um köllun sína sem skáld-
sagnahöfundar.
Hið fyrsta, sem Guðmundur lét frá sér fara í óbundnu máli, var smásagan
Surtla, sem birtist í danska Dyrevennen árið 1897. Þetta er stutt frásögn frá