Andvari - 01.01.1992, Qupperneq 168
166
ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR
ANDVARI
æskuárum höfundar, en naumast dýrasaga í fyllsta skilningi. Líklegt er þó,
að form og efnisval hafi hann að einhverju leyti sótt til þeirra Gests Páls-
sonar og Þorgils gjallanda, sem báðir skrifuðu dýrasögur og voru raunsæis-
höfundar í orðsins fyllstu merkingu, vildu leita hins „uendelige store i det
uendelige smaa“, eins og fyrirliði þeirrar stefnu á Norðurlöndum, Brandes,
gerði að eins konar stefnuskrá.
Enginn viðvaningsbragur er á orðalaginu í þessari litlu sögu, sem þarna
birtist á dönsku. Frásögnin er ljós og gagnorð. Hann lýsir nóvembermorgn-
inum drungalegum og óendanlega löngum, þar sem smalapilturinn, sjálfur
hann, stendur yfir fjárhópnum skjálfandi af kulda ellegar tyllir sér niður í
snjóinn, og litli hundurinn hniprar sig saman við fætur hans. Skýr er mynd-
in af Surtlu, forustuánni háfættu, hringhyrndu með tindrandi augun.
En einkum er það fyrirboði óveðursins, dauðakyrrðin yfir snjóauðninni,
kafþykkur sortnandi himinn og í fjarska brimgnýrinn þungur, geigvænleg-
ur. Ljóslifandi er lýsingin á fjárhópnum, sem finnur á sér óveðrið, hnappar
sig saman er snjódrífan leggst yfir hópinn eins og hvít ábreiða. Og fremst
er Surtla, stappandi framfótum til skiptis smalapiltinum til viðvörunar, sem
enn skynjar aðeins þá skyldu sína, að halda fénu til beitar, meðan dagsljós
endist. I lok frásagnarinnar kemur fram, að eðlisávísun sauðkindarinnar
hefur forðað Guðmundi frá því að verða úti í aftaka hríðarbyl, sem varð
mörgum að fjörtjóni.
Þegar litið er yfir skáldskapartilraunir Guðmundar fram til heimkom-
unnar og enn síðar dylst ekki að þessa stuttu „impressionísku“ bernsku-
minningu ber þar ofar flestu ef ekki öllu.
A Kaupmannahafnarárunum tekur Guðmundur að snúa sér að kveð-
skap fyrir alvöru. Af kvæðinu Þrumuveður er að ráða, að Guðmundur hafi
ekki ætíð átt sem best atlæti í Kaupmannahöfn, jafnvel ort sér til hugar-
hægðar, þegar húsráðendum hans lenti saman í illu. Athyglisvert er hversu
mörg kvæða hans frá þessu tímabili eru bundin hafinu, skipum - því sem er
á örri hreyfingu, brunar fram. Mörg bera vott um þrótt og framgirni, eru
hressileg, en að hinu leytinu brotakennd og fálmandi. Flest eru að ein-
hverju leyti bundin hans eigin persónu, en oft fatast honum tökin. Sundur-
leitum hugmyndum ægir saman og orðaval er oft í senn skrúðmálugt og
hversdagslegt.
Gott dæmi um hvorttveggja er upphafserindi kvæðisins Drykkja hjá Ægi.
Þar er annars vegar talað um „sælöðurs kransa“ og „köld föng“, en hins
vegar „telpur sem flygsast“.
Kvæðaflokkurinn Kvöldstundir við Eyrarsund er ortur undir breytileg-
um háttum, en öll eru kvæðin með léttum og fjörlegum blæ. Þar gætir enn
hinnar næmu tilfinningar útskagapiltsins fyrir hafinu, þangað er hann horf-