Andvari - 01.01.1992, Page 169
ANDVARI
BARÁTTUÁR í HÖFN
167
inn úr stórborginni og á vit hafsins. Eða eins og hann sjálfur orðar það í
upphafskvæðinu:
En frá bæjarins glepjandi glaum
er ég genginn út lífsins að njóta,
horfi á skipin, sem hart fram þjóta,
koma’ og fara í stöðugum straum.
Eyrarsund lokkar fram myndir úr sögu Danmerkur. Hann sér í anda knerri
forna stefna inn sundið:
hópast að hólmum og eyjum
og halda þar verzlunarþing.
Þarna er Kaupmannahöfn að rísa af grunni. í lokakvæði um Skírdagsslag-
inn bregður fyrir nokkuð óvenjulegu „mótívi“; lýst er sjónum, þar sem
skipskrokkar liðast sundur í hafdjúpinu, en lík fallinna velkjast í öldum:
Andlit bleik,
í öldum þvegin,
enga ró við botninn hljóta
lyftast upp af legi dregin -
Þó er eins og Guðmundur nái vart að fullgera þessa hrollvekjandi mynd.
Hann hraðar sér frá henni og að næsta yrkisefni.
Lokakvæðið í ljóðaflokk þessum er einna hugþekkast allra kvæða Guð-
mundar frá Hafnarárunum:
Þú skuggaríka milda maínótt,
þá móðan byrgir sæ og döggvar grund,
þá allir huldir andar sveima hljótt
og una sinni myrku lausnarstund,
og fyrir augum undramyndir teygja
og æfintýri þöglum röddum segja.
í síðustu ljóðlínum kvæðisins segir Guðmundur að hann hafi starað „um
heillar nætur stund / í helgidóma þína EyrarsundÞessar ljóðlínur mætti
skilja svo, að kvæðaflokkurinn hafi allur verið ortur á einni nóttu. Og víst
er það, að mörg hinna stærri verka, er Guðmundur síðar lét eftir sig, vökn-
uðu til lífs á andvökunóttum.