Andvari - 01.01.1914, Page 6
Steingrímur Thorsteinsson.
2
bókmenta, enda átti liann til ágætra fræðimanna ætt
að rekja í móðurkyn. Faðir hans var og mentavin-
ur. Hann var stofnandi hins íslenzka bókmentafé-
lags (1816) ásamt þeim Rask og Árna Helgasyni.
Steingrímur var yngstur þriggja bræðra. Hinn elzti
þeirra var Finnur Tkorsteinssop exam. juris, er and-
aðist í Álaborg 1853 (úr kóleru). Hinn var Árni
Thorsteinsson landfógeti (f 1907).
í latínuskólanum varð Steingrímur fyrir miklum
áhrifum af Sveinbirni Egilssyni, sem þá var rektor
og að allra dómi hefir verið einn hinn mesti snill-
ingur á íslenzka tungu, sem nokkurn tima hefir lif-
að. Hann vandi lærisveina sína fyrsl og fremst á
að »vanda málið«, enda er þýðingum hans við brugð-
ið. Tók Steingrímur þá þegar að kynna sér útlend
skáldrit, einkum fyrir áhrif frá einum skólabræðra
sinna, Ólafi Gunnlaugssyni. Vur Ólafur ágætlega
gáfaður; fékst síðar aðallega við blaðamensku í
Brussel og París (f 1894). Steingrímur varð snemma
ágætlega að sér í þýzku; mun hann hafa lagt sér-
staklega stund á það málið, til þess að geta lesið rit
stórskáldanna þýzku á frummálinu. Eignaðist liann
þegar á skólaárunum öll rit Schillers, kvæðasafn eftir
Goethe og fleiri af ritum hans.
Stórfeldasti atburðurinn, sem gerðisl í skólanum
á skólaárum Steingríms, var »pereatið«. Bindindis-
hreyfing haíði borist hingað heim frá löndum í
Khöfn. 1844 liöfðu allir piltar á Bessastöðum geng-
ið í bindindi. Sumir'kennararnir gengu líka í þctla
bindindisfélag skólapilta, þar á meðal Sveinb. Egils-
son sjálfur. Eftir að skólinn fluttist til Reykjavíkur
(1846), gengu enn fleiri af kennurunum í það. Vegn-
aði bindindisfélagskapnum vel fyrstu árin. En í árs-
lok 1849 og í janúarbyrjun 1850 tók bindindi pilta
að fara út um þúfur. Vildi rektor og kennarar beita
valdi og kúga pilta til að vera kyrrir í félaginu.