Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 125
Skitnaður Norðmanna og Dana.
121
frammi við þá. Árið 1536 afnámu Danir ríkisráð
Norðmanna, og Norðmenn hreyfðu sig ekki. Þeir
ákváðu við sama tækifæri, að Noregur þar eftir skyldi
»vera og halda áfram að vera undir Danmerkur-
krúnu, eins og livert eitt hinna landanna, Jótland,
Fjónn, Sjáland eða Skáney og hér eftir hvorki vera
né heita konungsríki«. En Norðmenn þögðu og verð-
ur ekki séð, að það sé þeim að þakka að þetta
ruddalega valdboð í rauninni aldrei komst í fram-
kvæmd, að minsta kosti ekki að öllu leyti. Um sömu
mundir kúguðu Danir þá til siðaskifta og lögleiddu
Lútherstrú án þeirra vilja, og gerðist það all mót-
stöðulítið af Norðmanna hálfu. Þetta verður enn þá
óskiljanlegra, þegar litið er til þess, hvernig íslend-
ingar snerust við siðaskiftakúguninni á sama tíma.
Þeir létu þó ekki alveg mótstöðulaust visa sér sem
hjörð í haga, hér varð þó blóð að fljóta áður en
danska valdið kom vilja sinum fram. Og merkilegt
er það, að þar sem Norðmenn steinþögðu ráðþrota
og rænulausir við afnámi rikisráðs síns, þá komu
héðan úr landi óbeinlínis mótmæli gegn því ofbeld-
isverki, þar sem Jón Arason nokkrum árum síðar
skírskotar til ríkisráðsins í Noregi og skýtur málum
sínum undir það.
Það er ekki tilætlun mín hér, enda mundi það
verða oflangt mál, að reyna að skýra orsakirnar til þess-
ara fáheyrðu og snöggu veðrabrigða. Eg hygg raunar,
að enu þá sé ófundin fullnægjandi ráðning á þeirri
torskildu gátu. Hinir eldri sagnaritarar litu svo á,
sem svarti dauði, er geysaði um landið á miðri 14.
öld, hefði mestu valdið um niðurlægingu þjóðarinn-
ar, en nú eru menn með öllu horfnir frá þeirri skoð-
un, enda vantar öll sönnunargögn fyrir því, að svarti