Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 25
dularfullra íyrirbrigða.
21
vill nefna þau einu nafni dáhrif (hypnotisk sug-
gestionj; þau geta einnig verið ýmist langt eða skamt
að komin, eins og síðar mun sýnt, geta ýmist verið
nærhrif eða fjarhrif. Þá mun nú nóg komið af ný-
yrðunum, að minsta kosti í bráð.
Af öllum þeim hughrifum, sem nú hafa verið
nefnd, eru dáhrifin og fjarhrifm lang merkilegust.
Þau eru nefnilega hvorki eins tíð né hversdagsleg
eins og liin, er vér verðum fyrir dags daglega. Og
meira að segja eru fjarhrifin svo sjaldgæf, að flestir
efast um enn sem komið er, að þau eigi sér nokkru
sinni stað. Fyrsta viðfangsefni vort verður því það,
að forvitnast um, hvort hin svonefndu dáhrif og
fjarhrif muni i raun réttri eiga sér stað.
2. Um dáhrif og Ijarhrif.
Árið 1885 gerði próf. Pierre Janet merkileg-
ar tilraunir og athuganir á bóndakonu einni frá Nor-
mandíi. Kona þessi, er nefndist mad. B., en hét
Léonie að skírnarnafni, stóð þá rétt á fimtugu. Hún
hafði verið móðursjúk í æsku, en hafði verið læknuð
með dáleiðslum og var upp frá því mjög næm fyrir
dáhrifum. Hún leyfði P. J a n e t, sem þá var prófessor
í Le Havre á Frakklandi, og lækni einuin, dr. G i b e r t,
að gera ýmsar tilraunir á sér í dáleiðslu-ástandi þetta
ár, og þá komu fjarhrifin fyrst svo ótvírætt í ljós, að
þau gátu heitið vísindalega sönnuð1). Eg skal nú lýsa
þessum tilraunum Janets á mad. B. nokkru nánara.
Á ákveðnu stigi dáleiðslunnar virtust skjmjanir,
hugrenningar og jafnvel líkamshræringar mad. B.
1) Annars hafði próf. B a r r e 11, kennari í eðlisfræði við
háskólann í Dublin, fyrstur manna leitt athygli að þessum fjar-
hrifum. Sbr. bók hans: Psychical research, Home University
Library, nr. 28, bls. 52.