Andvari - 01.01.1914, Page 63
með Eskimóum.
59
svipunni og láta hundana lilaupa. Þetta kann að
vera svo sumstaðar í Labrador og umhverfis gull-
námurnar í Alaska, þar sem stígar eru troðnir og
»verzhús« við hvern slig. En norður við haf er öðru
máli að gegna og alstaðar þar sem engin umferð er
eða mannabygð. Þar má ekki ætla hundum að draga
meir en nauðsynlegan farangur og nesti og ef í lausa-
snjó kemur eða nokkað er á fótinn, verður að ýta á
eftir og þykir gott ef ekki verður að beita sér fyrir
sleðann og draga jafnt og þétt.
Þessir veiðimenn áttu sleða sína við Hellunes
frá því um vorið og voru komnir tii að sækja þá.
Þeir höfðu fjóra og við tvo, svo að sex voru sleðarn-
ir, allir hlaðnir fiski, sem mest mátti. Ferð var þung
af lausamjöll og því var ferðinni þannig háttað, að
einn gekk á undan á þrúgum, en sleðarnir héldu í
slóðina í halarófu og drógu allir, bæði hundar og
menn. Þá dagana var sjaldan meiri kuldi en 18° C.
og mæddumst við af hita, er þungt var að draga í
ófærðinni.
Þegar fjöllin tóku við fórum við þröngan dal
eftir árísi, því að öðruvísi verður eklci komist um
fjöllin; því varð leiðin krókótt og sóttist seint. Oft
urðum við að fara upp á bakkana til að komast
hjá vatnsuppgangi á ísnum. Árnar botnfrjósa i þetta
sextíu sliga frosti, en vatnið leitar á í hailanum og
flóir yfir ísinn og verður að gæta sín vandlega að
reka ekki niður úr tvískinnungnum, því þar af getur
komið hættulegt kal.
Við fórum 10 mílur (272 d.) fyrsta daginn, héld-
um þó áfram í tíma, og eftir átta daga komumst
við upp á hæstu brúnina; þá fór að halla suður af
og sóttist betur leiðin, og 9. daginn náðum við að