Andvari - 01.01.1914, Side 103
Bréf frá Baldvin Einarssyni.
99
X.
Kmh. pann 9. Júlii 1832.
Hávelborni herra!
Hérmeð leyfum vér oss að senda yðar hávelborin-
heitum 1 exempl. al öllum 4 árgaungum Ármanns á Alþíngi
á skrifpappír, sem vér biðjum yðar hávelborinheit piggja,
sem merki um pá innilegu elsku og virðíngu sem vér ber-
um fyrir yðr, og um þær lifandi þakklætistilfinníngar
sem búa í hjarta voru til yðar fyrir þá stóru aðstoð sem
þér haíið veitt oss og fyrirtæki voru — aðstoð án hvörrar
Ármann ekki heíði liíað ári lengr, án hvörrar hann lielði
orðið að engu. Verði hann nolckurntíma að nokkru gagni
fyrir fósturjörð vora, er það fyrst og l'remst yðar hável-
borinheitum að þakka, þó það sé enn fáum kunnugt.
Yðar hávelborinheitum heflr optar en einu sinni þókn-
ast að láta í ljósi, að yðr þætti Ármann vor vonum fremr
samsvara sínu augnamiði, og hefir það eigi verið lítil upp-
hvatning fyrir oss; hafi yðr nú sýnst hið sama um hinn
síðasta árgánginn, þá leyfum vér oss að biðja yðar hável-
borinheit að gefa oss vitnisburð þarum, sem vér gætum
framlagt með bónarbréíi, sem vér ætlum að innsenda að
nýu um framhald á opinberum styrk til að útgefa Ármann,
því ef vér fáum ekki slíkan styrk, þá er þetta ársrit vort
þegar á enda, midt i því hin mikilvægustu efni eru fyrir
hendi að rita um, t. d. um tún- og engjaræktina, um verzl-
an og íleira.
Ef yðar hávelborinheit verða við þessari vorri bón,
þá leyfum vér oss enn fremr að mælast til að geta fengið
vitnisburðinn í haust, ef svo má vera fyrir annrlki eða
öðrum kringumstæðum.
Vér viljum ætíð leitast við að verja voru lífi og kröpt-
um fósturjörð vorri til lijeilla*] og eflíngar, og það því fremr
sem vér njótum meiri aðstoðar þartil lijá öðrum.
Vér erum ætíð yðar hávelborinheita
lieiðrarar og elskarar.
Th. Guðmundsson. Baldvin Einarsson.
*) Riíiö af í hdr. sem svarar fimm stöfum.
7*