Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 29
dularfullra fyrirbrigða.
25
Hann veit af því, sem fram fer í kringum hann,
getur spjallað við þá, sem viðstaddir eru, og er títt
svo næmur fyrir hughrifum einkum af hálfu dávalds-
ins, að hann getur svo að segja lesið í huga hans og
annara þeirra manna, er liann setur hann í samband
við. þetta stig dáleiðslunnar mætti því vel nefna
hughrifastigið factive somnambulisme). En svo
er til annað stig dáleiðslunnar, enn dýpra, þar sein
hinn dáleiddi endar á því að binda hugann við eina
einustu hugsun (monoidisme) og verður sjálfur eins og
persónugervingur af henni í hinu svonefnda d á -
stjarfa ástandi /katalepsie). Loks er síðasta og
dýpsta stigið, þar sem hinn dáleiddi fellur í algert dá
(lethargie).
Lang einkennilegast við alt dáleiðsluástandið er
nú einmitt hughrifastigið og skulum vér því athuga
það nánara. Sé hinn dáleiddi mjög hrifnæmur, verður
hann einskonar bergmál eða endurskin, einskonar
»önnur persóna« (alter ego) dávaldsins. Ef ég er dá-
valdur og bregð t. d. salti á tungu mína, þá fer hinn
dáleiddi, enda þótt hann hafi ekki séð þetta, undir
eins að skyrpa og hrækja og kvarta um, að menn
séu að láta þenna skramba upp í sig; . og sé hann
spurður, hvað það sé, segir hann þegar, að það sé
salt. En þótt spönskum pipar eða djöflarót sé brugðið
á tungu hans sjálfs, þá finnur hann ekki til þessa
nema dávaldur vilji. Meira að segja getur dávaldur
talið honum trú um, að piparinn sé sykur og fer
hann þá að smjatta á honum eins og sælgæti. Sömu-
leiðis getur dávaldur með hugsun sinni einni saman
fengið hinn dáleidda til að hugsa hitt og þetta og
til þess að svara ákveðnum spurningum. Og loks
getur dávaldur fengið hinn dáleidda til að gera hitt