Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 101
Bréf frá Baldvin Einarssyní.
97
til að tala við menn um landþingisnefndina fyrir ísland.
Eg segi yðr það satt, collegiin hérna trúa engum ísl. em-
bættismanni nema yðr, og því megið þér og mest hjá
þeim. Begar aðrar eins Læfur eins og hann Magnussen eru
útvalin (sic) til að segja plit sitt um föðurlandsins mikil-
vægustu efni, þá liggr mér við að gráta, því það er í sann-
leika grátlegt. Kanské guð sendi yðr niðr liíngað í haust,
eða einhvörn tíma áðr en lángt líðr. Það skyldi gleðja
mig, og þó eg væri fjarverandi.
Prætan sem eg átti í í fyrra er dauð, eg hjó af henni
höfuðið með báðum höndum; má og vera að danskir tann-
vinir vari sig við að smána Íslendínga opinberlega aptr
um tíma. Eg segi yðr það satt, eg þrætti ekki um orðin,
nei! eg stríddi um það og fyrir því, að Íslendíngar eigi
væru hafðir fyrst fyrir þénara og svo reknir á dyrnar, eg
striddi svo það sæist að eigi byggi þrældómsandi einn í
Íslendíngum, svo að viðkomendr vissu, að eigi tjáði að fara
með þá eins og þræla.
Eg skal annars láta ráð yðar mér að kenníngu verða,
að byrja eigi slík þræturit aptr. Pað sakar ekki að þræta
einu sinni, ef það fer þá vel úr liendi, en ekki optar.
Cicero skrifaði eina klögun in Verrem, og svo ekki optar
því líka.
Fyrirgefið mér nú þennan seðil.
Eg er jafnan yðar hávelborinheita
auðmjúkr þénari.
Baldvin Einarsson.
IX.
Kpmh. þann 8. Maii 1832.
Hávelborni herra amtmaður!
Eg get nú borið vðr þá fregn, að eg nú bý hér enn,
þó öll skip séu þegar farin, því eg hefi fengið 350 Rbd. af
Fonden ad usus publicos til að leggja mig eptir nátíúru-
fræði á hinum polytechniska skóla; það er að vísu mikils
til of lítið handa mér til að lifa af, en eg hefi von um meira.
Andvnri XXXVIII. 7