Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 26
22
Rannsókn
haga sér nákvæmlega eftir skynjunum, hugrenningum
og hreyfingum dávaldsins, sem jnnist var P. Janet
eða bróðir hans eða dr. Gibert. Og það kvað svo
ramt að þessu, að konan gerði þetta ekki einungis,
þegar þeir voru viðstaddir, heldur og að þeim fjar-
verandi, hvort sem þeir voru langt eða skamt í burlu.
Það lcom meira að segja í Ijós siðar, að þeir gátu
dáleitt hana í fjarska.
Svo að menn nú trúi mér, skal ég talca nokkur
dæmi. Eí P. Janet drakk vatn í næsta herbergi,
mátti þegar sjá kyngihreyfingar á liálsi mad. B., og
líkt var því farið með ílóknari hreyíingar. En það
er bezt að próf. Janet segi sjálfur frá. 1 niðurlagi
skýrslu þeirrar, er hann sendi sálarfræðisíélaginu
franska1), farast honum orð á þessa leið: — »Ef ég,
sem staddur er í öðru lierbergi, klíp mig fast í liand-
legginn eða fótinn, þá æjar hún upp yfir sig og fer
að fárast um, að menn séu að klípa sig í handlegg-
inn eða kálfann. Að síðustu reyndi bróðir minn,
sem aðstoðaði við tilraunirnar og virtist hafa ein-
kennilegt vald yfir konunni, af því að hún þekti
okkur ekki almennilega að, að gera nokkuð, sem
var miklu merkilegra. Hann hélt sig í öðru herbergi
og brendi sig töluvert á handleggnum, á meðan mad.
B. var á því stigi dáleiðslunnar, sem er svo næmt
fyrir hughrifum (suggestions mentalesj. Mad. B. rak
upp hræðilegt óp og ég átti fult í fangi með að halda
lienni. Hún greip um hægri handlegginn á sér, rétt
fyrir ofan úlnliðinn, og sagðist liafa feikna kvalir í
lionum. Sjálfur vissi ég ekki nákvæmlega, hvar
hróðir minn hafði brent sig. En það var þá einmitt
1) Skýrelu þesBa má finna í Revue philosophique, ág.-
mán. 1886.