Andvari - 01.01.1914, Page 39
dularl'ullra íyrirbrigða.
35
Á dánardegi Myers, þrem árum eftir að hann
lélst, kom skeyti, er kvaðst vera frá honum. Merki-
legast við skeyti þetta var það, að það kom ekki
einasta til Mrs. Verrall, sem þá var stödd i Algier,
heldur og til Mrs. Holland, konu sem bjó á Indlandi.
Þegar á árinu 1903 var farið að bóla á firðmökum
rnilli þessara tveggja ritmiðla og málti einatt finna í
skrift þeirra frá þeim tíma ýmsar bendingar um, að
3. ártiðardagur Myers væri að nálgast. En dag þenna,
17. jan. 1904, rituðu þær báðar ósjálfrátt á þá leið
sem hér segir. Mrs. Verrall reit: »Spurningunni er
svarað . . . Texti og svar eru eitl og eru þegar gef-
in«. En skeyti það, sem kom til Mrs. Holland hljóð-
aði: — »Eg er ekki fær um að láta yður skrifa gríska
stafi [Mrs. Holland kunni nefnilega ekki grísku eins
og Mrs. Verrall] og því get eg ekki gefið textann,
eins og eg óska, að eins tilvitnunina: I. Kor. XVI,
13«. En í Korintubrélinu fyrra, 16. kap., 13. versi
stendur: — »Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið
karlmannlegir, verið styrkir«. Hvað gat þetta nú
staðið í sambandi við Myers eða minninguna um
bann? — Jú, milli bústaðar Myers sál. og Mrs.
Verrall í Cambridge er svonefnt Selwyn College, en
yfir anddyri þess er einmilt áletran þessi á grísku, og
þó með stafvillu í, sem Myers hafði oftar en einu
sinni talað um við Mrs. Verrall. Voru nú víxlskeyti
þessi milli Myers á aðra bliðina, en Mrs. Verrall og
Mrs. Holland á hina ætluð til þess að minna Mrs.
Verrall á samvistirnar og uppörva hana í trúnni?
Svo litu nefnilega andatrúarmenn á þetta. Eða
stöfuðu þau frá einbverjum lifandi manni, Mrs. Ver-
rall sjálfri, manni liennar eða einhverjum öðrum, er
hugsaði ríkt lil miðlanna og sendi þeim hugskeyli?
3’