Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 40
36
Rannsókn
Þarna bilar einmitt haldið. Þarna er ekki hægt
að fá neitt áreiðanlegt, ábyggilegt svar. En fleiri en
einn þeirra vísindamanna, sem rannsakað hafa víxl-
skeyti þessi, hafa gefið í skyn, að þau mundu stafa
frá Mrs. Verrall sjálfri, enda þótt liún væri sér þessa
ekki meðvilandi, og myndu vera sprottin af hinni
miklu umhugsun hennar um áhugamál Myers og af
trúarþörf hennar1). Ýms íleiri vixlskeyti og milli
lleiri miðla, t. d. milli Mrs. Verrall, dóttur hennar,
Mrs. Piper o. fl. hafa átt sér stað. En sama veilan
er í þeim öllum sem sönnunargögnum fyrir anda-
trúnni, að þau verða alteins vel skýrð með hughrif-
um frá lifandi mönnum eins og dauðum. Því að
það er nú líka sannreynt, að til eru þrímenninga og
fjórmenninga firðmök, það sem Frakkar kalla: télé-
pathie á trois og télépathie á quatre.
Þá er loks komið að kynlegustu fyrirbrigðunum,
að dauðir hlutir færast úr stað og takast á loft, og
að hendur og andlit og jafnvel heilir svipir birtast í
námunda við miðilinn, án þess að hann virðist gera
nokkuð sjálfur til þessa. Andatrúarmenn skj'ra þetta
auðvitað á sína handliægu vísu, að andar valdi þessu
öllu; en vísindin reyna að skýra þetta með aflkendu
og efniskendu útstreymi frá miðlinum, er geti valdið
hæði svonefndri fjarspyrnu (telekinesis) og fjar-
m ó t u n (teleplasti).
5. Fjarspyrna og fjarmótun.
Ekkert virðist koma svo beint í bága við öll
þau náltúrulögmál, sem oss eru kunn, eins og það,
að hlutir geti lyftst og færst úr stað, án þess að komið
1) Sbr. Flournoy: Spiritism and Psychology, New-York
1911, bls. 181 o. s. Barreit: Psycliical Research. bls. 231 o. s.