Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 105
Bréf frá Baldvin Einarssyni.
101
allt fer á sömu leið. Hvað á nú stjórnarráðið að gera?
Annaðhvört að taka einhvörja tillöguna til eptirbreytni svo
sem í blindni, eða bera sig að gera eitt úr premur. Að
gera eilt úr slíku prennu, fyrir ókunnugan, er álíka Jiægt
eins og koma þremur skeijum, sinni af hvörju tagi, til að
verða að samlokum. Og hvað verðr nú endinn? Hend-
íng! Eg bað yðar hávelborinheit að gera ráð fyrir hinu
besta, að við skrifuðum allir vel. Nú bið eg yðr gera
svo við(!) að einn af okkr sé málsnjall, en hinir stirðir í
í stílnum, hvað mundi þá verða uppi á teníngnum?
Eg bað yðar hávelborinheit að gera ráð l'yrir, að við
amtmennirnir værum allir ráðvandir menn, að við vildum
livörr um sig það besta, án tillits til hvört það væri lians
meiníng eða annara sem best reyndist; þvílíkr ávöxtr
mundi þá eigi spretta af því, ef við næðum allir að tala
saman, og að bera okkr saman? Við mundum lcmpa oss
hvörr eptir öðrum, að svo miklu leytí sem rök flndust til
þess, við mundum bera saman partana og heíla af þeim
vindíngana og ójöfnurnar, þangað til þeir félli saman og
yrði að einum samföstum líkama, og hvað væri þá ekki
unnið með þessu? Pér segið máské, að það mundi ekki
fara altént svona. Eg svara, og segi það að vísu mundi
fara að likindum, en það væri þó gott, og miklu betra en
ekki, að það yrði opt.
Hvað okkr tvo áhrærir í tilliti til þessa málefnis,
þá er það enganveginn ætlun min að bera mig að koma
yðr á mitt mál, þvi eg á víst, að yðar meining sé betr
grundvölluð en svo, enda ætla eg að hvorugum okkar
mundi verða stórt ágengt bréflega, en ef hamíngjan væri
okkr, eða réttara sagt mér, svo góð, að við næðum að
tala munnlega, mundi án efa mikið gánga saman með okkr.
En þar þér liafið lagt fyrir mig nokkrar spurníngar
þessu efni viðvíkjandi — þótt þér líklega eigi hafið gert það
til þess eg skyldi svara þeim nema með sjálfum mér —
leyfi eg mér að fara enn nokkrum orðum um þetta efni, í
því trausti að þér sýnið mér nú meira en almennilegt um-
burðarlyndi.
Eg leitast þá við að svara fyrst upp á yðar hávelbor-
inheita seinustu spurníngu: »Er ei ihugunarvert, hvort