Andvari - 01.01.1914, Page 47
dularfullra fyrirbrigöa.
43
Eva liafði aldrei séð né þekt, gat liún ekki sýnt.
Nokkrum sinnum undir lok tilraunanna birtist heill
svipur, er nefndist »Dormica«; sást þar mannsandlit
og brjóst með krosslagða arma og í síðum hjúpi.
Svipur þessi virtist verða til úr reyk eða kvoðu,
sem kom út um spjaldhrygginn á miðlinum og virt-
ist svo losna frá miðlinum. f*egar Ijósmyndin var
tekin, þá ýmist skrapp svipurinn til liliðar inn í
skuggann eða hvarf alveg og þá að Iíkindum aftur
inn í miðilinn.
Hvernig ber nú að skýra þessi fyrirbrigði? Á
andatrúarvisu eða á annan hátt? Alhugum alt sem
hezt. Af öllum þeim tilraunum, er gerðar voru í
þessi 4 ár, virðist ein einasta »andabirting« liafa átl
sér stað. Það var þegar maður frú Bisson var ný-
látinn og mynd hans birtist, en rödd hans virtist
tala fyrir munn miðilsins. Sá galli var þó á þessari
sýn, að frú Bisson var ein viðstödd. Svo virtist Eva
stundum vera haldin af einhverri veru, er nefndist
»Bertha« og þóttist stjórna fyrirbrigðunum að anda-
trúarsið. Sú vera reit líka í vöku með hendi miðilsins
ósjálfráða skrift. Hvaðan stafa nú fyrirbrigðin? Eru
þau af völdum þessa andlega krafts, er nefndi sig
Berthu? Og hvort stafar þá »Bertha« sjálf og svipir
þeir, er hún sýndi, frá miðlinum sjálfum eða frá
öðrum mönnum, lifandi eða dauðum? Eðá eru hér
einhver brögð í taíli?
Heyrst hafa raddir um, að svo væri; en mótbár-
urnar eru ílestar léttar á metunum. Sagt er t. d. að
Schrenck-Notzing hafi verið auðtrúa og látið konurnar
leika á sig. En — þá hinir vísindamennirnir, sem
með honum voru ? Og livar áttu konurnar að leyna
hlutum sínum, þar sem þær voru rannsakaðar berar