Andvari - 01.01.1914, Page 66
62
Vetrarseta
Ég hafði ýmsar ástæður til að bregða vetrar-
vistinni á Hellunesi og tvennar gildar. Sú önnur,
að fiskbirgðirnar voru ekki meiri en svo, að til bú-
sveltu horfði, og hin sú, að Roxy og heimafólk lians
var orðið svo kunnugt hvölurum, að siðir þess og
hugsunarháttur hafði tekið snið eftir þeim. En austan-
megin fljótsins voru Eskimóar, sem höfðu haldið
fornum venjum og lítil sem engin kynni haft af
hvítum mönnum, enda fansl þar enginn, sem kunni
enska tungu. í*vi var það, að ég lagði upp snemma
dags þann 1. desember með Roxa og Litiak, 18
vetra ungling, einn sleða, hlaðinn ftski, og 6 hunda
fyrir og hélt út á ósana. Pað er mál manna, að
stórir árósar séu erfiðari yíirferðar en nokkurt annað
svæði á sama breiddarstigi. Mackenzie-ósarnir eru
meir en 4 þingmannaleiðir á breidd, með aragrúa af
hólmum og eyjum, vöxnum liáum víði; þær eru nær
ófærar yfirferðar sleðum á vetrardegi, og því verður
að þræða kvíslarnar. Þær eru mjög krókóttar og
hafa sumar enga útrás, heldur mega kallast lón eða
kýlar, sem skerast inn í eyjarnar, og því er engum
ókunnugum fært að leggja á ósana. Fylgdarmenn-
irnir voru uppaldir í ósunum og nákunnugir þeim,
bæði vetur og sumar, en alt um það, morguninn
eftir að við lögðum upp, kváðu þeir upp úr, að við
værum viltir. Við höfðum fengið blindbyl fyrsta
daginn, en slíkt láta Eskimóar vanalega ekki standa
fyrir ferðum sínum, — þó að í dagbókum hvítra
ferðamanna hittist oft þessi klausa: »Bylur í dag ;
hélt kyrru fyrir«. Samt er það vani Eskimóa að
setjast fyrir i byljum, þegar þeir ferðast um árósa,
en það höfðum við ekki gert, með því að við tókum
að eins 6 daga nesti með okkur í 6 daga ferð, til að