Andvari - 01.01.1914, Side 139
Skilnaður Norðraanna og Dana.
135
þjóðarinnar og óskin um frjála stjórnarskrá hatði á
ótrúlega stuttum tíma orðið svo sterk, að ekki tjáði
rönd við að reisa. 19. febr. gefur hann svo út opið
bréf, þar sem hann kallar saman þjóðþing, er koma
eigi saman í Akurhúsamti 10. apríl 1814. í bréfinu
kallar hann sig óðalborinn til Noregsveldis, en minn-
ist að öðru leyti ekki á erfðarétt sinn.
Það var ekki síður ástandið í Evrópu en í Nor-
egi, sem styrkti þann ásetning Kristjáns Friðriks, að
halda málefni sinu og Noregs til streitu. Enn þá
voru ekki úrslitin alveg viss. Napoleon hafði enn
þá her undir vopnum og varðistenn þá bandamönn-
um með frábærri snild. Þeir höfðu að vísu brotist
inn yfir landamæri Frakklands um nýjár 1814, en
urðu að borga dýrum dómum hvert þverfet, sem
þeir komust áfram. Enn þá var örninn gamli ó-
fanginn og óvinum sínum háskalegur. Enn fremur
vissi Kristján Friðrik, að bandamenn voru margir
fullkomlega óvinveittir Karli Jóhanni og óskuðu
helst, að hann færi söinu leið sem hans gamli
herra og húsbóndi. Hann fulltrejTsti því, að marg-
ir af þjóðhöfðingjum álfunnar myndu unna sér,
afkomanda hinnar gömlu Aldinborgarættar, betra
gengis, heldur en Bernadotte, ættbornum syni hinnar
frakknesku stjórnarbyltingar. Og alt þetta reyndi
hann að færa sér í nyt. Hann skrifaði bréf í allar
áttir og túlkaði mál sitt og Norðmanna. Og enn
fremur sendi hann sinn helsta trúnaðarmann, Carsten
Anker, til Englands til að tala þar máli sínu. Anker
var einn hinn auðugasti fésýslumaður í Noregi og
hafði jafnan hafl mikil mök við Englendinga og var
því þaulkunnugur þar í landi. En lítill árangur varð
þó af þeirri sendiferð.