Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 142
138
Skilnaður Norðmanna og Dana.
varð á kné komið. Hann varðist alt fram í marz,
en varð þá loks að gefa upp vörnina, að nokkru
leyti fyrir svik sinna manna. Hann segir svo af sér
völdum í apríl. Þá fyrst fær Iíarl Jóhann frjálsar
hendur og í maí fer hann með her sinn til Svíþjóðar.
Auðvitað hafði sænska stjórnin þá fyrir löngu
margmint stórveldin á loforð þeirra um að gefa Nor-
eg á vald Sví. Og stórveldin viðurkendu auðvitað,
að það væri skylda sín að standa við það loforð.
Þau sendu því sérstaka sendinefnd bæði til Dan-
merkur og Noregs til þess að brýna fyrir stjórnend-
um beggja landanna, að það væri ákveðinn vilji
stórveldanna, að Kílarfriðurinn kæmist í framkvæmd.
Nefndin var send til Danmerkur líka, afþvíaðnokk-
ur grunur lék á um það, að Friðrik 6. væri í ráð-
um með bróðursyni sínum í Noregi og hafði það
valdið honum margvíslegra óþæginda. En sá grun-
ur var með öllu gripinn úr lausu lofti, enda komst
sendinefndin brátt að raun um, að svo var. Hún
hélt því áfram til Noregs og kom til Kristjaníu hinn
30. júní. Þegar þangað kom sáu nefndarmenn þegar,
að ekki gat komið til mála að heimta, að Kílar-
friðnum yrði skilyrðislaust fullnægt. Peim var ijóst
að sá liugur var í Norðmönnum, að slík krafa mundi
leiða til endalausra blóðsúthellinga. Nú varúr vöndu
að ráða fyrir sendimenn. Þeim liafði verið boðið að
knýja Norðmenn til þess að sætta sig við friðinn,
umboð þeirra náði ekki lengra. En nú tóku þeir
það upp hjá sjálfum sér að reyna að koma á mála-
miðlun. Þeim reyndist Kristján Friðrik þegar svo
auðveldur í samningum, sem þeir gátu frekast á kos-
ið. Hann lýsti yfir því við þá, að hann væri ekki
ótilleiðanlegur til þess að fá*Stórþinginu aftur það