Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 158
154
Björn bóndi Einarsson.
í jörðum og 19 hundruð, er Björn kvaðst kirkjunni
skuldugur.
1399 var Björn við staddur jarðakaup annara í
Saurbæ í Eyjafirði.
1399 seldi Björn Árna Einarssyni jrmsar jarðir í
Rangárþingi fyrir jarðir í Húnavatnsþingi.
1401 selur Björn Sighvati ísleifssjuii jörðina Fell
í Kollafirði fyrir átta tigi liundraða.
1404 kejrpti Björn j'msar jarðir í ísafirði: Kirkju-
ból í Langadal, Bakka og annan, Brekku og annan
Bakka, Lágadal, Nauteyri, Hafnardal, Unaðsdal og
Sandejrri, og galt fyrir jarðir og lausafé.
1405 kaupir Björn af Jóni Ófeigssyni hálft Skarð
í Langadal (Geitaskarð) og 9 jarðir aðrar, og' galt
fyrir níutíu hundruð.
Björn Jórsalafari lifði í góðum friði við landa
sína og urðu fáir eða nær engir til þess, að beita við
hann ofstopa, þótt enginn væri skortur ójafnaðar-
manna á þeim tíma, enda hefði flestum eða öllum
orðið það ofurefli, að etja kappi við hann, því að
þótt hann væri friðsemdarmaður, mun hann þó eigi
liafa viljað bera skarðan hlut fyrir neinum manni,
enda engin nauður til þess rekið, þar sem liann
hafði bæði sjálfur afla mikinn og var svo vinsæll og
vel metinn, að liann átti víst traust og liðsinni hinna
beztu manna, er vinir hans voru. 1393 varð deila
milli hans og Þórðar Sigmundssonar á Núpi, þess er
með honum var í Rómaförinni. Þórður var höfð-
ingi mikill, stórauðugur og ofsafenginn. Deiluefnið
er ókunnugt, en sprottin mun deilan hafa verið af
ofsa Þórðar og yfirgangi. Björn reið vestur að Núpi
með mönnum sínum, en svo fóru skifti þeirra Þórð-
ar þar, að tveir af mönnum Bjarnar voru drepnir,