Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 56
52
Vetrarseta
sem þar búa, eru sömu þjóðar og hinir er austan-
megin búa, en hafa haft mikil mök við hvalara
síðan 1889; þeir sitja á vetrum í Herschel-eyjum,
einum 60 mílum vestar, og hjá þeim liafði dvalið
langdvölum húsbóndinn á því heimili, sem ég hall-
aðist helzt að ; hann hafði hlotið nafnið »Roxy« hjá
einhverjum hvalaranum og talaði ensku sæmilega.
Á Hellunesi kyntist ég fyrst hinu yndislega
heimilislífi Eskimóa á heimili þessa hálf-enska »Roxa«,
og er sannast frá því að segja, að það er furðu líkt
því sem bezt þykir og sjaldnast finst hjá minni þjóð1).
Ég ætlaði þetta í fyrstunni stafa frá trúboðum á
Herschel-eyjum, en þeim var Roxy handgenginn um
margt ár. En ég sannaði það síðar, þegar ég fann
aðra austar, sem höfðu engin kynni af hvítum mönn-
um, að Eskimóar eru siðprúðari að eðlisfari, gæfari
og meiri góðmenni um flest, en vorir landsmenn.
En þessa hluti skildi ég ekki fyr en eftir margra
mánaða samveru, er ég var orðinn þeim liandgeng-
inn og kunnugur tungu þeirra og hugarfari. Skal
nú hverfa þar frá, og víkja að því síðar í frásögunni.
Þetta fólk, sem ég lenti hjá, lifði eingöngu við
íiskveiðar. Villidýr fundust þar að vísu inn á landið,
en svo miklu óvísari til viðurlífis en sjávaraflinn, að
enginn fékst við að ella þau nema unglingarnir, og
það rétt sér til gamans. Mér var svo farið frá blautu
barnsbeini, að mér þótti vondur fiskur, bæði á bragð
og lykt, og mátti varla heyra hann nefndan. En nú
var ljóst, að þegar veturinn fór í hönd hlaut ég að
lifa við fisk, ekkert nema fisk — og hann saltlausan.
Ég átti dálítið bágt með að komast upp á það í
1) Bandaríkjamönnum.