Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 68
64
Vetrarseta
og húðfat þyngist í meðförunum. Margur hefir haft
þessa raunasögu að segja, og hlotið vorkun og að-
dáun lesenda sinna; en kýmilegar sýnast þær þeim
sem er orðinn kunnugur nyrðra, og veit hve hægt
er að komast hjá öllum þessum hörmungum. Kunn-
ugir geta lesið þær til aðhláturs og skemtunar.
Þeir sem fara að dæmi Eskimóa haga ferðalagi
sínu á alt annan veg. Hvervetna þar sem skóglaust
er má finna skafla, allan veturinn, nema ef til vill
fyrsta mánuðinn, sem má stinga upp í kekki. Til
þess eru hafð'ar skálmar af beini eða járni og hnaus-
arnir liafðir aflangir, t. a. m.5 fet á lengd, 3 á breidd
og 4 þml. á þykt. Þeim er lilaðið á rönd í hring og
hallað inn á við, svo að húsið smádregst saman
eftir því sem það liæklcar, og verður í laginu eins og
kringlótt, ávöl þúst, álíka og býflugna-þúfa. Tveir
menn geta gert slíkan kofa á einni klukkustund, hæfi-
lega stóran handa 8 manns. Þegar húsið er fullgert,
þá eru skornar dyr á vegginn, skinn breidd á gólfið,
allir stappa og sópa af sér snjóinn, eins vel og hægt
er, og skríða svo inn. Þá er kveikl á ohu- eða
lýsislampa, eða »prímus«-vél, ef slíkt þing finst í
ferðinni, og nú líður ekki á löngu þar til heitt er
orðið inni; hiti og kuldi kemst siður gegn um snjó
en flesta aðra hluti, og frostgrimdin úti fyrir gengur
ekki inn um veggina, ef livergi næðir. Þar næst
þiðnar snjóhúsið að innan, vætan sogast inn í snjó-
inn, eins og blek í þerripappír, þar til hún mætir
kuldanum að utan, og þá frýs hún. Þaðan af vinnur
ekkert á snjóborginni, jafnvel ekki sjálfur grábjörn-
inn. Það kom fyrir á Baillie-eyju að hvítabjörn vitj-
aði snjóhússins, og vissi enginn af honum fyrri en
hann brölti á þakinu (með því að hundarnir voru