Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 151
Björn bóndi Einarsson.
147
inn, mun hafa verið fæddur um 1350. Því má
nærri geta, að hann muni liafa fengið hið bezta upp-
eldi og að höfðingjasniði, enda mannaðist hann vel
og var snemma vænlegur til höfðingja. Eftir föður
sinn tók hann við mannaforræði, rausnarbúi og auði
miklum. Kona Bjarnar var Solveig Þorsteinsdóttir
lögmanns, Eyjólfssonar, góð kona og göfug, vitur og
vel mentuð og kvenskörungur. Hún var með
bónda sínum i utanferðum hans, og 1401 fór hún og
utan, þótt bóndi hennar færi eigi. Má af því ráða,
hvílík hefðarkona liún hafi verið og hve mikið hafi
verið í hana spunnið. Hún fór þá utan á skipi því,
er Björn bóndi hennar hafði látið gera að helmingi
við Skálholtskirkju.
Björn Jórsalafari er nafnkunnur fyrir utanferðir
sinar. Hann fór utan hið fyrsta sinn 1379 með'
Oddgeiri biskupi í Skálholti, og fór þá alla leið til
Rómaborgar. Svo er sagt, að móðir hans hafi verið
með honum í þessari ferð.
Aðra ferðina fór hann 1385 og voru í ferð með
honum ívar krókur Þórðarson, Vigfús Flosason og
Sigurður hvítkollur í Ögri og ætluðu til Noregs, og
var kona Bjarnar með honum í þessari ferð. Þeir
voru á fjórum skipum, en svo fór um ferð þessa, að
þá hrakti til Grænlands, lentu í isum, en náðu þó
landi eftir mikla hrakninga. Grænlendingar tóku
Birni vel og fengu lionum Eiríksfjarðarsýslu, og
hafði hann tekjur af fyrir sig og menn sína, og guldu
Grænlendingar honum slátur í gjaftolla, »og fékk
hann þá um hauslið 130 pör sauðarbóga, með því
þeim á að fylgja«. í*að bar og til, að þar rak
steypireyði mikla, og var í skutull með marki Ólafs
bónda í Æðey í ísafirði, og tók Björn til sín skot-
10*