Andvari - 01.01.1914, Page 22
18
Rannsókn
fáeinum stórmennum vísindanna, sem hafa hallast
að málstað þeirra. En það er sá hængur á þessu,
að því nær enginn þeirra manna eru sérfræðingar á
þessi fyrirbrigði. Þessi »dularfullu fyrirbrigði« eru
því nær eingöngu sálarlegs og líkamlegs eðlis og því
eru það aðallega sálarfræðingar og lífeðlisfræðingar,
sem er treystandi að rannsaka þau til hlítar. þólt
því t. d. einstaka eðlisfræðingur, efnafræðingur og
dýrafræðingur hallist að andatrúnni, þá er það jafn-
litil sönnun fyrir réttmæti hennar og þótt sömu menn,
eins og dæmi eru til, aðhyllist svo nefnda »innri
missjón«.
Ætti ég að nefna nöfn í þessu sambandi, yrðu
það einungis sálarfræðingar og læknar. Og það ber
nú svo vel í veiði, að ég get nefnt einn mann, sem
er hvorttveggja í senn og er þar að auki orðinn stór-
frægur fyrir rannsóknir sínar, dr. Pierre Janet (frb.
sjane), prófessor í sálarfræði við Parísar háskólann
og forstöðumann sálarrannsóknarstofu þeirrar, er
stendur i sambandi við hið fræga geðveikrahæli La
Salpétriére í París. Sjálfur er hann nú fyrir rit sin
talinn með beztu sálsýkisfræðingum heimsins. Með
tilraunum sínum í Le Havre 1885—86 sannaði hann
t. d., að pað mætti dáleiða menn og hafa áhrif á
þá í fjarska. IJá reit hann hina merku bók um
»skiftivitundir« móðursjúkra manna árið 18891). —
Annað höfuðrit lians er »Álög og sálarveiklun«, er
lýsir geðveiklun í öllum myndum, en það kom út
19032. Og auk þessa hefir hann ritað fjölda ann-
ara rita. Með því að þessi maður er nú talinn einna
fremstur í ilokki á sviði sálarlegra rannsókna, á hann
1) L’Automatisme psychologique, París 1889.
2) Les obsessions et la psychasténie, Alcan, París 1903.