Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 140
136
Skilnaður Norðmanna og Dana.
10. apríl kemur svo hið nafnkunna Eiðsvallar-
þing saman og byrjar störf sín daginn eftir. Þing-
menn voru 112 og höfðu allir landshlutar sent full-
trúa, nema Finnmörk og Hálogaland, því að þar hafði
ekki tekist að undirbúa ltosningarnar vegna fjar-
lægðarinnar. t*egar hinn 12. apríl var 15 manna
nefnd kosin tit þess aðjsemja írv. til grundvallarlaga
landsins. Þessir voru einna nafnkunnastir nefndar-
manna: Magnús Falsen, »sorenskrifari« í Follo,
prófessor Sverdrup, Jakob Aall, Jonas Rein prestur,
Wedel-Jarlsberg og Wergeland prestur, faðir skálds-
ine Henriks Wergelands. Forustuna í nefndinni hafði
Magnús Falsen. Hér er ekki tóm til að rita neitt
greinilega um alhafnir þessa þings. Umræðurnar
voru miklar og margvíslegar, enda talsverður mein-
ingarmunur um ýmis atriði. Blærinn á umræðunum
er oft og tíðum talsvert ólíkur því sem nú gerist,
mærðin er mikil og barnaleg, guð og föðurlandið á-
kallað í öðru hvoru orði. En engum, sem þær les,
mun þó dyljast, að í þessari samkomu voru margir
vitsmunamenn og alvörumenn, sem vissu hvað þeir
vildu og voru ráðnir í að leggja mikið í sölurnar lil
þess að fá því framgengt.
Aðalflokkaskiftingin varð auðvitað um hina miklu
spurningu, hvort Noregur ætti að vera alsjálfstætt
ríki eða í sambandi við Svia. í sjálfstæðisflokknum
voru um 80—90 og var Magnús Falsen aðalmálsvari
þess flokks og foringi. Hann hafði upphaílega alls
ekki fylgt Kristjáni Friðrik, en prinsinn vann hann
á Eiðsvelli og eftir það fylgdi enginn honum fastar
en hann. Hann var góður lögfræðingur, manna
snarráðastur og þrautbestur í orðasennu, en þótti
helzt til illvígur við þá sem voru annarar skoðunar