Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 16
12
Steingrimur Tliorsteinsson.
En honum þótti ekki sjálfum nógu gaman að kenna,
til þess að vera reglulega skemtilegur kennari, jafn-
miklu og hann þó hafði af að iniðla.
En þegar á alt er litið, má þó með sanni segja,
að hann er einn af mestu fræðurum þessarar þjóð-
ar. Marga lærisveina fræddi hann um 41 árs skeið
í skólanum. En meira er þó uin þá fræðslu vert,
er hann veitti þjóðinni allri með ritstörfum sínum og
ljóðum. Sú fræðsla var framar öllu öðru slcemiileg.
í þýðingum sínum, bæði í bundu máli og óbundnu,
færði hann þjóðinni marga gimsteina úr bókmentum
annara þjóða, suma langt að. Hann »leitaði að
fögrum perlum«, og þegar hann fann »dýra perlu«,
lagði hann mikið á sig, til að geta komið henni í
eigu þjóðarinnar. Hann var þessari þjóð mikill
menningarfrömuður, ekki sízt á Kaupmannahafnar-
árum sinum. Meðan Jón Sigurðsson lieyr baráttu
sína, er Steingrímur einn þeirra, sem bezt kveður
frelsisþrána inn í liugi íslendinga, og er lionum eigi
ónýtur skjaldsveinn. Er hverjum foringja golt að
hafa í liði sinu slíkt hvatningarskáld, svo fult af
eldmóði. »Vorhvöt« lians mun seint fyrnast. Svefn-
inn liefði mátt vera þungur, ef engir hefðu hrokkið
upp við önnur eins örvunarorð og þessi:
En bót er oss heitið, ef bilar ei dáð,
af beisku hið sæta má spretta,
af skaða vér nemum liin nýtuslu ráð,
oss neyðin skal kenna hið rétta,
og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð
í sannleiks og l'relsisins pjónustugerð.
vér hcitum pann níðing, er hæðir pín tár
og hendur á móður vill binda,
og ánauð vér liötum, pví andinn er frjáls,
hvort orðum hann verst eða sverðunum stáls.