Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 45
dularfullra i'yrirbrigða
41
Altaf var ljós á tilraunastofunni, rautt ljós, sem
að síðustu hafði alt að 100 kerta styrkleik. Svo voru
ljósmyndavélar látnar standa opnar og viðbúnar hing-
að og þangað urn stofuna; siðast voru þær orðnar 7
til 9, og þá ekki einasta hafðar frammi í stofunni,
heldur og inni í byrginu á veggjum þess og lofti.
Með sama rafmagnsstraumnum mátti nú setja allar
vélarnar á stað í sömu andránni og taka myndirnar
við magníumsljós, svonefndar leifturmyndir, sem tekn-
ar eru á einu augnabliki. Margar myndir og frá
mismunandi hliðum voru nú teknar af hverju fyrir-
brigði og rúmsjármyndir (steroskopmyndir) af sum-
um, til þess að sjá, hvort þau liefðu nokkurl rúmtak.
Myndir þessar voru nú auðvitað miklu betri og á-
reiðanlegri vilni að því, sem fram fór, en nokkurt
mannlegt auga gat verið, því að ekki skekkjast
myndirnar á Ijósmyndaþynnunni eins og í minni
manns, þótt þær séu geymdar. Þau ein vandkvæði
voru á myndtökunni að fyrirbrigðin hurfu jafnaðar-
legast eins og snæljós jafnskjótt og magníumsljósið
blossaði upp; en ijósmyndaþynnan náði þeim engu
að síður, enda þólt mannshöndin gæti ekki fest hend-
ur á þeim.
Hvernig var nú fyrirbrigðunum farið og hvað
sýndu þau? Eva er hnígin í leiðsluna. Höndunum
heldur hún jafnaðarlegast i dragtjöldin fyrir framan
sig, svo að þær eru jafnan sýnilegar, og þegar eilt-
hvað gerist, bregður hún að öðru hvoru dragtjöldun-
um til hliðar, svo að þeir, sem við eru, geli séð hvað
fram fer inni í byrginu. Nú fer Eva að æja og veina
og er það jafnan forbcði þess, að eitthvað er að
gerast. Dragtjöldunum er brugðið frá. Eimkend kvoða
vellur úl úr vitum stúlkunnar eða öðrum stöðum á