Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 38
34
Rannsókn
bar manna bezt skyn á alt þetla og hafði verið
vakinn og sofinn í þessum rannsóknum yfir 20 ár;
og svo lézt hann, að hann vildi ekki fullyrða, að
fyrirbrigði þessi væru af yfirnáttúrlegum (supernatural)
uppruna. Ættu andatrúarmenn vorir nú ekki að geta
lært eitthvað af þessari varfærni W. James?— En ég
skal nú snúa máli mínu að firðmökunum, sem
fóru að koma í ljós í ársbyrjun 1904.
Þegar sá merki maður, F. W. H. Myers, er frá
upphafi hafði verið lífið og sálin í öllum störfum
Sálarrannsóknarfélagsins enska, frá því er það var
stofnað, létst að heiinili sínu í Cambridge 17. jan.
1901, var hans saknað af mörgum vinum hans bæði
þar og annarsstaðar. Einkum var þar kona ein, Mrs.
Verrall, sem er professor i lalínu og grísku við Newn-
ham College, er saknaði hans sárt. Þau voru ná-
búar í Cambridge, liöfðu þekst í mörg ár og hún
þekti öll rit og áhugamál Myers út og inn. Þegar
nú Myers var dáinn, og þar sem hún trúði því, að
hann lifði enn að tjaldabaki, fór liana að langa til
að komast í samband við hann eða öllu lieldur að
verða miðill hans. En eins og alt annað þarf einn-
ig miðilsgáfan tíma til að þroskast og það var ekki
fyr en með vorinu 1901 að frú Verrall fór að rila
ósjálfrátt. Maður hennar, dr. Verrall, varð var við
þetta og fór að reyna að hafa hughrif á hana, senda
henni hugskeyli. Hann liugsaði sér tilvitnun eina
úr grísku máli, sem við voru tengdar ýmsar æsku-
minningar hans, er kona hans vissi ekkert um. En
á næstu mánuðunum fór þó að koma fram í hinni
ósjálfráðu skrift hennar ýmislegt, sem benti í áttina
til þessara hughrifa og sýndi, að liugskeyti manns.
hennar höfðu Iiaft áhrif á hana.