Andvari - 01.01.1914, Side 124
120
Skilnaður Norðmanna og Dana.
Helsingjaland, taka að minsta kosti nokkurn þátt i
landnámum í Normandí, — »ok þá fannst ísland«.
Það er undravert, hvað þessi litla þjóð, — eitthvað
2—300 þús. manns, — gat mist af miklu, og haldið
þó fullum þrótt og þroska. Að öllum líkindum hafa
á landnámsöldinni komið eitthvað um 20 þús. manns
að eins hingað til íslands. Og þó verða Norðmenn
ekki rólegir eða heimaspakir, þrátt fyrir þessa miklu
blóðtöku. Þeir halda áfram víkindaferðum lengi
síðan. Til dæmis að taka lágu bæði Ólafur Tryggva-
son og Ólafur helgi í víkingu áður en þeir tóku
konungdóm — og í Yæringjasveitinni í Miklagarði
hafa Norðmenn vísl jafnan verið fjölmennir. Og
ekki er Englandsför Haralds harðráða eða Jórsala-
för Sigurðar konungs neitt annað en víkingaferðir í
nýjum sið og með nýju sniði.
Mest alt þetta fyrsta tímahil úr sögu Noregs er
orka og lifsmegin þjóðarinnar alveg ótrúlega mikið,
ólmir og óviðráðanlegir kraftar berjast í þjóðlííinu
bæði til gagns og skemda. Og það leikur ekki á
tveim tungum, að um 1300 er Noregur öflugasta
konungsríkið á Norðurlöndum.
En hvað gerist svo? Það er hvorttveggja, að
um þessar inundir hætta íslendingar að segja sögu
Norðmanna, enda fækkar nú tíðindum þaðan. En
þetta vitum við, að 14. öldin er tíðindalítil og sögu-
rýr og 1380 sameinast Noregur og Danmörk, fyrst
um sinn sem tvö ríki jafn rétthá. í lok aldarinnar
gengur Noregur svo inn í Kalmarsambandið. Eftir
það var Noregur í 434 ár (1380—1814) andlegur og
pólitískur taglhnýtingur Danmerkur, danskt lýðríki í
öllum skilningi, og það án þess að Danir þyrftu nokkru
sinni að beita hörðu, hver endemi sem þeir höfðu í