Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 76
72
Bréf frá Jóni biskup Wídalín.
mætti einnig mæla svo fyrir, að höggvin væru upp þau
tré, sem nýtileg væru til húsgerðar og húsgagna, pað er
þau, er íullvaxta væru, en hlífa ungviðinu. Bessa húss-
viðar mega bændur alls eigi án vera, með því að kaup-
mennirnir flytja mjög lítið hingað af þeim viði og alþýða
manna heíir eigi efni á að kaupa hann svo dýrt. Rekavið-
ur þverr og mjög hér, einkanlega hér syðra, enda fáir, sem
gagn hafa af.
VII. Að því er snertir jurtagróður og steina hér, þá
hefi eg eigi enn fengið næg skilriki um það. Jurtir hér eru
þessar: Cochlearia1 2 3 *), meistarajart, rhóðversk róts), veit eigi
enn, hvort fleiri notadrjúgar eru til, með því að eg er eigi
kunnugur alstaðar. Merki silfurs og járns má finna, en
svo lítið, að líklega geldur eigi fyrirhöfn, og má það ráða
af því, að Friðrik konungur 3.8) sálugi (hásællar minning-
ar) sendi hingað tvo menn, sem unnið höfðu að námu-
vinnu í Noregi, til að grenslast eftir, hvort hér væri nokk-
uð líkt; en þeir fluttu þá fregn, að reyndar væru til liér
ýmsar málmtegundir, en eigi svo dýrar, að nema mundi
kostnaði, og verður eigi hrakið, þvi að ella mundi hafa
verið meira um það hugsað. Hér eru og nokkurir stein-
vökvar svo sem þessir: Brennisteinn, og er allmikill. Á
dögum Friðriks 3. (hásællar endurminningar) fekk furstinn
í Kúrlandi leyfi til að sækja héðan farm af því efni úr
Norðurlandi, þar sem heitir Mývatn. Síðar var sóttur
larmur af Suðurlandi frá þeim stað, sem heitir í Krisuvík,
og er hann hér um bil 5 mílur frá Bessastöðum. Sagt er,
að skip það hafi komið frá Danmörku. Aldrei síðan end-
urtekið, annaðhvort vegna þess, að brennisteinninn er ekki
svo góður, sem sá, er kemur frá ítaliu, Sikiley eða öðrum
stöðum, eða verðminni hreinunninn; að öðrum kosti væri
hægt að gera það heima fyrir. Hér og hvar er til eitlhvað
af álúni við heitar laugar, en skarpt er um það. Hér er
og saltpétur, eigi einungis í ölium fjárhúsum norðanlands.
Hér sunnanlands er og klettur nokkur, sem svitnar af salt-
pétri, þegar heitt er, og gæti maður þess, að strjúka hann
1) Skarihkál. I’ v ö . )
2) Burnirót eöa blóðrói? JPýö.
3) Sbr. konungsbréi'11. apr. 1668. Lovsaml. for Islandl.bd. bls, 321.
?ýð.