Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 159
Björn bóndi Einarsson.
155
Hrómundur og Oddur, en Björn sjálfur barinn og
aðrir menn hans, og flýðu í kirkju. Björn leitaði þá
aðstoðar þeirra Vigfúsar hirðstjóra ívarssonar og
'Þorsteins lögmanns Eyjólfssonar; var vinfengi gott
með þeim Birni og Vigfúsi hirðstjóra, en Þorsteinn
lögmaður var tengdafaðir Bjarnar. Eftir þing riðu
þeir liirðstjóri og lögmaður vestur yfir Glámu, til að
skipa um málið (22. júlí 1394), og voru nær 90
manna, flestir vopnaðir. Hirðstjóri stefndi Þórði
fyrir sig og lögmann að Mosvöllum í Önundarfirði
23. og 24, júlí. Þar kom Þórður með nær 50 manna
og voru rúmlega 20 vopnaðir. Þá féll dómur og úr-
skurður um málið, og voru þeir Þórður og fimm
menn aðrir sóttir til útlegðar, svo að landsvist þeirra
væri undir konungs miskunn, en vegendur tveir voru
útlægir. En nokkru síðar sættust þeir Björn og
Þórður (9. ág.), svo að Björn skyldi einn gera um
málið, svo sem honnm gæti orðið mest til sóma, en
Þórði smánarlaust í alla staði, nema hann vildi
heldur nefna menn til gerðarinnar. Björn nefndi til
hirðstjóra og lögmann og 12 menn aðra, og gerðu
þeir, að Þórður skyldi bjóða Birni og Solveigu hús-
frú hans og öllum sveinum þeirra og halda þeim
sæmilega veizlu og gefa Birni til 50 hundraða (um
3600 kr.) í gripum og sæmilegum þingum. Þá var
þeirri deilu lokið.
Hve mikils virður Björn Jórsalafari haíi verið
og að liann hafi þótt einn ágætastur höfðingi á ís-
landi samtíðarmanna sinna, má af því ráða, að hann
hafði hér hirðstjórn í umboði Árna biskups Ólafs-
sonar. Árni varð biskup 1413 og fékk þá hirðstjórn
yfir landinu, og sendi þá hingað þetta sama sumar
boð sín og bréf til Bjarnar Jórsalafara, að hann