Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 136
132
Skilnaður Norðmanna og Dana.
Noreg undir Svía. Seinna á árinu áttu þeir Karl
Jóhann og keisarinn fund með sér í Abo á Finn-
landi og endurnýjuðu þeir þá samninginn (ág. 1812).
Seinna, eftir að hið mikla samband gegn Napoleon
hafði myndast, fékk Karl Jóhann viðlíka loforð frá
Englandi (marz 1813) og Prússlandi (apríl 1813).
Nú var því sæmilega vel um linútana búið. Pað
er ekki ástæða til að rekja hér hin miklu hernaðar-
tíðindi, er gerðust árið 1813. En eins og kunnugt
er fór Napoleon halloka. Og skjólstæðingur hans,
Friðrik 6, varð að láta Noreg af hendi við Svía í
Kílarfriðnum (jan. 1814). ísland, Grænland og Fær-
eyjar voru þá skilin undan veldi Noregskonung, og
er það enn þá ekki útrætt mál, með hverjum rétti
það var gert, að minsta kosti ekki að því er til ís-
lands kemur. — —
En nú er að segja frá því, hvernig þessum tíð-
indum var tekið í Noregi. Löngu áður en Kílar-
friðurinn var saminn, höfðu menn komist á snoðir
um, hvað væri í aðsigi og vakti það, eins og nærri
má geta, hina megnustu gremju bæði í Danmörku
og Noregi. Friðrik 6. greip til þess úrræðis, sem
ekki var óskynsamlegt, að hann sendi bróðurson
sinn, Krislján Friðrik ríkiserfingja, til Noregs, til þess
að taka þar við landstjórn. Iíristján Friðrik var þá
27 ára gamall. Hann hafði marga þá eiginleika,
sem sérstaklega ganga í augu almennings, var fríður
maður sýnum, sæmilega vel mentaður og ágætlega
vel máli farinn. Hann gat verið snarráður og úr-
ræðagóður, en var ekki kjarkmaður að sama skapi.
Hann var innilega sannfærður um rélt sinn og ælt-
ar sinnar og hafði brennandi löngun til þess að
reyna krafta sína og hæfileika, sem hann áreiðan-