Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 161
Björn bóndi Einarsson.
15?
bók Bjarnar var til um 1584—1590 norður í Ófeigs-
firði á Ströndum. Jón Guðmundsson lærði getur
þess í riti því (»Tíðsfordríf«), er hann samdi fyrir
Brynjólf biskup Sveinsson (1644), að faðir sinn hafi
liaft bókina, en Jón verið þá ungur og segisl lítið
muna úr bókinni. Ferðabókin var til á dögam Arn-
gríms lærða (dó 1648), því að hann segir það beint,
að hún sé enn til, í íslandssögu sinni (»Specimen
Islandiæ historicum et magna ex parte chorogra-
phicum«), og Björn á Skarðsá (dó 1655) hefir haft
bókina millum handa og tekið úr lienni margt í
Grænlandsannál sinn. Á dögum Árna Magnússonar
er bókin ekki til, og Finnur biskup kveður skýrt á
(um 1770), að bókin sé alls eigi til lengur, ogharm-
ar það mjög, að svo skuli vera.
Björn Jórsalafari andaðist suður í Hvalfirði 1415,
og var lík hans flutt í Skálholt og jarðað þar. Má
það undarlegl þykja, að lík hans skyldi eigi vera
llult vestur í Vatnsfjörð og jarðað þar, með því að
hann hafði kosið sér legstað þar og gefið mikið fé
til kirkjunnar, og búið í Vatnsfirði lengi og gert þann
garðinn frægan með frábærri rausn og höfðingsskap.
Svo hefir farið um gjafir lians til kirkju í Vatnsfirði
og kvaðir þær, er gjöfunum fylgdu, sem gjafir ann-
ara manna í katólskum sið til kirkna, og kvaðir, er
til voru skildar, að gjafirnar hafa nýttar verið öld
eftir öld, en kvaðirnar eigi ræktar, að minsta kosti
eigi eftir siðaskiftin. En þar sem lík Bjarnar var
llutt í Skálholt, er göfgastur þótti staður á íslandi,
þá er það vottur þess, hvílíkur höfðingi og ágætis-
maður hann liafi verið metinn.
Börn þeirra hjóna, sem getið er, voru þau Þor-