Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 162
158
Björn bóndi Einarsson.
leifur og Kristín. Þorleifur druknaði ungur, en Kristíra
er hin nafnfræga Vatnsfjarðar-Kristín.
Frá druknun Þorleifs er sagt á þessa leið: þá
er faðir hans fór að heimboðum meðal höfðingja
(1392), hafði hann i þeirri ferð leitað Þorleifi kvon-
fangs, og gert honum orð, að hann skyldi koma
norður og vitja ráðahags þess, er faðir hans hafði
til stofnað. Um veturinn hugðist Þorleifur að ríða
norður, svo sem faðir hans hafði orð til sent, og
hafði hesta sína í eldi á Melgraseyrí og Hamri, og
ætlaði að fara þangað á skipi með sveinum sínum.
Kristín systir hans hafði lengi verið vanheil og lá í
rekkju. Og er hann var búinn til ferðar, gekk hann
til hvílu systur sinnar, að kveðja hana. Hún var
þá mjög þunglega haldin. Hann mælti þá við
hana: »Viltu nú trúa draumum þínum, systir, að
þú munir lifa mig?« »Ætlað hefi eg það, bróðir
minn, til þessa, en nú má guð ráða, hvort við sjá-
umst meir«. Hann varð glaður við, bauð henni
góðar nætur og gekk til skips með förunanta sína;
en þann dag druknaði hann og þeir allir. Hinum
megin fjarðarins bar svo við, að förukona nokkur
fór með sjónum frá Hamri út að Melgraseyri. Hún
sá einkennilega nýbreytni á steini eða skeri skamt
frá landi, en þagði yfir alt til kvelds; en þá varð
henni það að orði: »Hvað mun skrímslið fagra liafa
gert af sér, sem eg sá á steininum í dag? Það var
fagurrautt með vænu mannsáliti og gullbaug á hverj-
um fingri. l3að benti með hendinni, en eg skildi
ekki, hvað það sagði, fyrir liræðslu sakir«. Fólkinu
brá mjög við þessi tíðindi og grunaði þegar, hvað
vera mundi, fór til og fann Þorleif dauðan, og var
lík hans flutt í Vatnsfjörð. En Kristínu brá svo við