Andvari - 01.01.1914, Page 43
dularfullra fyrirbrigða.
39
villur vega. Minsta kosti tekur Schrenck-Notzing það
frani afdráttarlaust í hinum ítarlega formála, að hann
aðhyllist ekki, fremur en aðrir sérfræðingar á þessi
fyrirbrigði, slíkar skýringar. En ég skal nú í sem
fæstum orðum reyna að lýsa efni bókarinnar. Annars
vildi ég ráða öllum þeim mönnum til, sem hafa garaan
af slíku og skilja þýzku, að lesa bókina. Hún er til
á Landsbókasafninu og er í ýmsu tillili einhver sú
kynlegasta bók, sem ég hefi lesið. En nú skal ég lýsa
inntaki hennar ofurlítið nánar.
Snemma á árinu 1909 tóku frönsk lijón, ritliöf-
undurinn Alexandre Bisson og kona hans, sem
er myndhöggvari, bæði vel mentuð og hleypidóma-
laus, að rannsaka fyrirbrigði þau, er gerast í inók-
Jeiðslu ýmissa miðla. F*au fengu stúlku eina franska,
Evu C., er virtist hafa töluverða miðilsgáfu til að
bera, lil þess að gera tilraunir á. Þrem mánuðum
eftir að tilraunirnar liófust, fékk þýzkur læknir frá
Múnchen, fríherra dr. Schrenck-Notzing leyfi til
þess að vera viðstaddur rannsóknirnar, og var það
jafnan upp frá því, er liann komst liöndum undir.
Tók hann smám saman að sér mestalla handleiðsl-
una á tilraunum þessum og hélt þeim áfram altaf
við og við framt að því 4 ár. Á miðju árinu 1911
fékk hr. Bisson heilablóðfall, og létst 27. jan. 1912.
En kona hans, sem var orðin lífið og sálin í til-
raununum og lét ekkert aftra sér frá, að þær yrðu
sem ábyggilegastar, hélt þeim áfram fram í júlí 1913.
Þegar frá upphafi var hinnar mestu varúðar
gætt og var þó jafnan hert á varúðarreglunum, eftir
því sem á leið. Byrgið, sem miðillinn var i, var
venjulegast haft í einu horni stofunnar, og var það
fóðrað innan í hólf og gólf með svörtu vélsaumuðu