Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 27
dularfullra fj'rirbrigða.
23
á þessurn stað. Þegar búið var að vekja mad. B.,
ték ég mér til mikillar undrunar eftir þvi, að hún
liélt enn um hægri úlnliðinn og kvartaði um sárs-
aulca í honurn, án þess að hún gæti þó gert sér
grein fyrir, af liverju hann stafaði. Daginn eftir var
liún enn að nola vota bakstra við úlnliðinn og þá
um kvöldið tók ég eftir því, að það var hlaupið upp
á bonum með mjög svo greinilegum roða«.
Skýrsla þessi vakti að vonum mikla eftirtekt.
Tilraunirnar voru því teknar upp að nýju árið eftir
að mörgum vísindamönnum viðstöddum. í ágúst-
mán. 1886 voru margir merkir vísindamenn saman
komnir í Le Havre. Auk tilraunamannanna þriggja,
sem þegar eru nefndir, var hr. Marillier viðstadd-
ur þar af hálfu Sálarfræðisfélagsins franska; þeir F. W.
H. Myers og dr. Myers af liálfu Sálarrannsókna-
félagsins enska og loks próf. Ochorowicz frá Pól-
landi. Öllum varúðarreglum var beitt, en það kom fyrir
eitt, alt staðfestisl. Og meira að segja kom það nú
enn betur í ijós, að bæði mátti dáleiða mad. B. og
fá hana til að gera. hitt og þetta í fjarska. Dr. Gi-
bert dáleiddi hana marg oft úr 1 kílómeters fjarlægð
og próf. Janet einnig í mörg skifti úr enn meiri fjar-
lægð. í eitt skiftið, sem dr. Gibert dáleiddi liana
í fjarska, skipaði hann lienni í huganum að koma
til sín, enda lagði hún á stað í leiðsluástandinu og
linti ekki fyr en hún fann hann. Petta virðist nú
næsta ótrúlegt, en það var sannprófað þá1).
Þannig var þá sannað, að hafa mátti sálarleg
álirif á menn í fjarska án þess að þeir nytu við
1) Sbr. Ochorowicz: Mental suggestion, New York 1891,
bls. 87 og 277—85.