Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 33
dularfullra fyrirbrigða.
29
það er nú einmitt þetta ósjálfráða tal og þessi
ósjálfráða skrift í anda og nafni annara, er einna
helzt einkennir miðilsástandið. En með tilraunum
þessum er það sýnt og sannað, að livorttveggja má
framleiða með dáleiðslu. Þegar nú þar við bætist,
hversu mjög miðilsástandið að öðru leyti líkist dá-
leiðsluástandinu, styrkist grunur manna enn meir um
það, að þetta miðilsástand sé ekki annað en eins-
konar dáleiðsla.
Tökum einn af lielztu kvenmiðlum Frakka,
Mme d’Alesy til samanburðar. Sex til átta mis-
munandi persónur virtust tala fyrir munn hennar
og rita með hendi hennar. En hún fékk þá stund-
um krampaköst og féll í ómegin eins og móðursjúk
kona. Það sézt bezt á einni »andavitruninni«, sem
próf. Janet segir frá á þessa leið :
Á andatrúarsamkomu einni var heldur en ekki
gleði á ferðum, því að »andinn«, sem tók að rita
fyrir hönd miðilsins, var hvorki meiri né minni en
sál sjálfs Napóleons. Hönd miðilsins reit ýmis meiri
og minni háttar skeyti í nafni keisarans. Á meðan
var miðillinn að tala um hitt og annað. En all í
einu þagnar frúin, bliknar upp og augun fara að
stara ; svo réttir hún úr sér, stendur upp, krossleggur
armana yfir um brjóstið að dæmi keisarans, verður
áhyggjufull og drembileg á svip og fer að ganga um
gólf með þessum hætti, sem munnmælin segja, að
keisarinn hafi haft. Alt í einu vei'ður hún máttlaus,
hnígur niður og dettur í fastasvefn, svo að ekki var
unt að velcja hana. Eftir klukkustund vaknar hún
af sjálfsdáðum og kvartar um höfuðverk, en hefir þá
algerlega gleymt öllu því, sem fram hafði farið.
Próf. Janet er nú ekki í neinum vafa um,