Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 131
Skilnaður Norðnianna og Dana.
127
þeir liefðu neitt sérstakt til saka unnið við Dani eða
Norðmenn. Ófriðaryfirlýsingin danska er eitt liið
merkilegasta skjal, sem menn þekkja. Þar segir, »að
engum hafi getað dulist, að það væri særandi fyrir
Danmörku, hvað mikla gleði Svíakonungur hafi haft
af því, að horfa yíir Sundið á alt það ranglæli og
allar þær misþyrmingar, sem nágrannalandið liafi
orðið að þola«. f’etta er í raun og sannleika tilfært
sem orsök til ófriðarins af Dana hálfu og mun verða
að leita lengi til þess að íinna aðra eins heimsku og
fautaskap í athöfnum nokkurrar stjórnar. En ein-
mitt þetta frumhlaup á hendur Svíum hafði talsvert
aðrar alleiðingar, en Friðrik 6. mun hafa hugsað.
Foringi norska hersins, sem sendur var á móti
Svíum, var sjálfnr formaður stjórnarnefndarinnar í
Noregi, prins Kristján Agúst af Augustenborg. Frið-
rik 6. hafði 1803 gerl hann að yfirhershöfðingja yfir
norska hernum sunnanfjalls og hafði hann síðan
verið í Noregi og unnið sér óvenjulega miklar ást-
sældir, hæði af hernum og alþýðunni. Hann var
allvelgefinn maður, livatleikamaður til allra fram-
kvæmda og talinn efnilegur herforingi. — Herinn
sem hann nú átti að fara með á hendur Svíum, var
að öllu leyti hraklega búinn, um það efni virðist
danska stjórnin hafa sama sem ekkert hugsað. Það
er sagt að fatnaðurinn, sem hernum var fenginn, hafi
verið 20 ára gamall — frá 1788 — og eftir því var
alt annað. Hermennirnir gátu ekki varist hlátri,
þegar þeir horfðu hver á annan í þeim kynlega bún-
ingi. En brátt fór þó hláturinn af, því að áður en
varði liéngu fötin í tægjum utan á þeim, allan skó-
fatnað vantaði, svo að þeir urðu að ganga á blóð-
uðum kögglunum og var því alt ástand hersins hið