Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 31
dularfullra fyrirbrigða.
27
innar í ljós í móðursýkinni. Það er eins og vitund
liins móðursjúka manns geti stundum skift sér í tvær
eða fleiri vitundir. Stundum er þó ein vilundin eða
vitundarslitrið alveg falið, orðið að undirvitund, sem
jafnaðarlegast liefir aðsetur sitt og starffæri í hinum
tilfinningarlausu limum og blettum á Iíkama hins
móðursjúka manns. En stundum skiftast líka vit-
undirnar á í höfði mannsins, svo að sjúklingurinn
er ein persóna í dag, önnur á rnorgun, sú þriðja
þriðja daginn o. s. frv. Þannig hafði t. d. mad. B.,
sem próf. Janet sannaði fjarhrifin á, þrjár vitundir
til skiftanna, og voru vitundir þessar eða persónur
næsta ólíkar hver annari bæði að gáfum og geðslagi.
Persónur þessar nefndu sig Léonie 1, Léonie 2 og
Léonie 3. Nú var það hið einkennilega við þessar
skiftivitundir mad. B., að Léonie 3 vissi ofur vel
bæði um Léonie 2 og Léonie 1, og lienti stundum
gaman að þeim; Léonie 2 vissi aftur á móti að eins
um Léonie 1 ; en Léonie 1 vissi ekkert um bvorugar
hinar stallsystur sínar, enda var hún elzt, sú upp-
runalega persóna; en hinum liöfðu dávaldar mad. B.
lilaðið niður livorri af annari ofan á hina uppruna-
legu vitund hennar.
Nú hefir verið sýnt og sannað með tilraunum,
að búa má til að minsta kosti 8 mismundi persónur
úr sömu manneskjunni. . Er ekki ómerkari lieimild
fyrir þessu en frú Sidgwick, ekkja lieimspekingsins S.,
er var svo lengi formaður Sálarrannsóknarfélagsins
enska, þótt hann væri manna efablendnastur á skýr-
ingar andatrúarmanna. En frú Sidgwick, kona hans,
hefir fengist mjög við öll þessi fyrirbrigði. — Bendir
nú elcki þessi »persónugerving« eittlivað í áttina til
miðilsástandsins? Eða hverniger miðilsástandinu farið?