Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 46
42
Rannsókn
líkamanurn. Kvoða þessi er kvik og sjálfhreyfanleg,
þéltist, verður þvöl og köld og getur tekið á sig ýms-
ar likamsmyndir. Framan af urðu þannig til úr
henni, samkvæmt óskum þeirra, sem við voru staddir,
fmgur og tær, hendur og fætur, fyrst flatar eins og
pappírsflögur, en síðan með fullkominni líkamslögun.
Limir þessir voru kaldir og þvalir viðkomu, er menn
fengu leyfi til að snerta þá; en það var rétt eins og
að koma við liíandi kviku miðilsins að koma við
þetta efni, og ef menn ætluðu að klófesta það, að
stúlkunni nauðugri, hvarf það rétt eins og reykur úr
höndum þeirra og smaug inn í stúlkuna; en sjálf
rak liún þá upp óp og féll jafnvel í öngvit. Einusinni
fékk Schrenck-Nolzing þó leyfi til að hirða ofurlítið
af efni þessu, að liann segir, og lét liann rannsaka
það líflræðilega. Liktist það helzt yfirhúðinni á lík-
ama manns. í*egar frá leið, fóru að verða andlit eða
öllu heldur andlitsgrímur úr þessu sama efni. Grim-
urnar urðu til smámsaman, gátu breytst og ummynd-
ast og líkt og vaxið frá einu augnablikinu til annars.
Sumar voru einkennilega vel gerðar og líkastar lif-
andi andlitum. Menn, sem hafa sérstakt vit á mynda-
gerð, fnllyrða, að í myndum þessum geti hvorki ver-
ið pappír, slæður né önnur tilbúin efni, því að það
inundi sjást á myndunum, þegar þær væru stækkað-
ar. Nú tóku grímur þessar smámsaman að taka á
sig svipi ýmissa manna, lifandi og dauðra, og jafnvel
mynda, sem birtst liöfðu í blöðum og tímaritum um
líkt leyti. Ein myndin líktist Mona Lisu, málverki
Leonardo da Vinci’s, er þá var svo mikið talað um;
önnur líktist mjög Alexander Bisson, er þá var ný-
látinn; þriðja inyndin líktist frænda frú Bisson, sem
einnig var látinn o. s. frv.; en föður frú Bisson, sem