Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 137
Skilnaður Norðnianna og Dana.
133
lega hélt að væru miklu meiri, en þeir voru. Hæfi-
leikar hans fóru miklu fremur í fagurfræðislega átt
en pólitiska, og herforingjahæfileika hafði liann enga.
En hvað sem því líður, hafði þessi för hans til
Noregs hinar mestu og heillaríkustu alleiðingar fyrir
norsku þjóðina.
Þegar er hann var kominn til Noregs, reyndi
hann á alla lund að hleypa kjarki í Norðmenn og
hvetja þá til hollustu við konunginn. í auglýsing-
um hans til þjóðarinnar, er tekið alt annað tillit til
þjóðernistilfinninga Norðmanna, en þeir þangað til
höfðu átt að venjast. í upphafi mun hann að eins hafa
hugsað sér, að reka erindi konungs við Norðmenn,
að þeir héldu trúnað sinn við hann, enda var þá
alt óvíst urn úrslit ófriðarins. En svo fór, að liann
varð ekki síður fyrir áhrifum af Norðmönnum, en
þeir af honum. Og í Noregi var það fastur, óbifan-
legur þjóðarvilji, að láta aldrei afhenda landið eins
og hverja aðra jarðeign, án þess að landsiýður væri
neitt til þeirra mála kvaddur. Og svo sterkur og
eindreginn var þessi þjóðarvilji, að Kristján Friðrik
komst algerlega á vald hans, svo að hann fylgdi
honum jafnvel þvert ofan í skipanir föðurbróður
síns í Danmörku. Enda liefir sú hugsun víst lengst
af vakað fyrir honum, að ef til vill mundi takast að
bjarga sambandinu milli Noregs og Danmerkur út
úr öliu hafrótinu.
Hinn 24. jan. 1814 félck hann skipun frá Frið-
rik 6. um að afhenda sænskum stjórnarvöldum Nor-
eg. Honum kom ekki til hugar að hlýðnast þeirri
skipun, þvert á móti sendi hann nú sendiboða víðs-
vegar út um landið til þess að kynna sér hugarfar
þjóðarinnar, og í stað þess að fara sjálfur lil Dan-