Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 75
Bréf frá Jóni biskup Wídalín.
71
fallinn. Vér erum mjög svo skógvana. Um það er næsta
atriði.
VI. íll er meðferö skóga á landi hér, og þrátt fyrir
gömul lögboð, að engi megi brenna hrísi né birki, sé eigi
gömul notkunarvenja fyrir á ýmsum býlum til forna og
svo til kolagerðar og dengingar, þá hefir þessu um langan
tíma aldrei verið hlýtt. Pess vegna eru nú þessir birki-
skógar því nær eyddir. Verði eigi fengin bjargráð i tíma,
hygg eg, að sjá megi, að innan 20 ára verði því nær engi
skógur eftir. Eg kann eigi betra ráð við þessu en það, er
hér segir.
1. Viða getur að sjá gamlar grafir, löngu notaðar til
mótekju og eldneytis, og að likindum ekkert annað til
eldneytis notað. Enn af nýju þyrfti að taka upp þenna
sið og harðlega skipa, að þeir fylgi fornum feðra sið, og
liggi við eign eða ábúð. Ástæða fyrir þessu máli er sú,
að eg hefi liér á stólnum, sem er eldfrekur, því nær allan
aldur minn þar látið nota mó til eldneytis, og sé, að það
er miklu ódýrra.
2. Bændur höggva skóga til kolagerðar og flytja til
sjávar og annarra staða skóglausra gegn lögum. En svo
löng er níðslan, að engi mælir hér orð um. Bót við þessu
böliværi sú, ef öllum væri skipað að kaupa kol afdönsku
verzluninni; það er stór-gróðavænlegt, því að ein tunna al
enskum lcolum (sem nefnast steinkol hér á landi) kostar
jaínt og tvær tunnur af viðarkolum, en er jafndrjúg til
eldneytis, sem átta tunnur af þeim. Petta er óskeikanlega
víst og margreynt hér heima fyrir. Annars er hér að
athuga, að enn er engi af smiðum vorum, sem kann að
fara með steinkol, og því eru þau eigi notuð hér á landi,
nema til járnsmíða, og annarra stórsmíða. Pess vegna er
það min sannfæring, að senda skuli heim hingað nokkura
af áður nefndum drengjum, er utan yrðu sendir, og skulu
þeir lært hafa járnsmíðar og kenna öðrum.
3. Hér á landi eru að eins til birkiskógar, en birkitré
ná eigi háum aldri hér, að minni skoðun eigi langt yfir
60 ár, þá taka þau að feyskjast. Ef nú girt væri lyrirþað,
að nokkur mætti nota skógana til eldneytis, né heldur til
kola, þar sem hægt væri að afla annars eldneytis, þá