Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 51
dularfullra í'yrirbrigða.
47
1., að efni það, sem út úr miðlinum kemur, mótist
ósjálfrátt eftir hugsun miðilsins eða annara
manna, án þess að hendur eða aðrir líkamspartar
miðilsins eigi nokkurn þátt í þessu, og er það
þetta, sem nefnist fjarmótun (teleplasti) eða
h u g m ó t u n (,ideoplastij, og
2., að miðillinn geti fyrir fjarhrif (telepathi) frá
lifandi mönnum skýrt frá því, sem farið hefir
milli þeirra annars vegar og hinna framliðnu
hins vegar.
Má þannig skýra fyrirbrigði þessi á eðlilegan
hátt. En þar með er auðvitað andatrúartilgátan ekki
alveg útilokuð. En það er nú einu sinni orðið að
fastri reglu í visindunum að flýja jafnan síðast á
náðir þeirrar tilgátu, er ósennilegust þykir, og
aldrei fj’rr en allar aðrar skýringartilraunir þrýtur.
Sjálfur kemst dr. Schrenck-Notzing svo að orði í
niðurlagi rits síns (bls. 519):
»Tilgátur þær, sem að undan er getið, liafa að
eins þann tilgang að flytja fyrirbrigði þau, sem rit
þetta ræðir um, úr dularheimunum, úr heimi anda-
trúarinnar yfir á svið hinna náttúrlegu fyrirbrigða
og jafnframt benda í þá áttina, þar sem ef til vill
einhverja skýringarmöguleika er að finna«.
Og svo bendir liann enn einu sinni á ofangreinda
skýringarmöguleika, að miðillinn sé upphaf efnisins,
en að það mótist eftir huga hans eða annara lifandi
manna.
Ég hefi nú lýst nokkrum af þeim vísindalegu
rannsóknum, sem fram hafa farið nú síðari árin og
áratugina á þessum dularfullu fyrirbrigðum. Býst ég
við að sjá niegi af því, sem þegar er tekið fram, að