Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 42
38
Hannsókn
annars náði ekki til. Próf. Ochorowicz kvað síðan
hafa sannreynt þetta fyrirbrigði í návist ýmissa vísinda-
mannaápólskum kvenmiðli Stanislawa Tomczyk.
Hún leikur sér t. d. að þvi að hreyfa smákúlur og
þvílíkt í fjarlægð, rétt eins og einhverjir leyniþræðir
liggi úr höndum hennar yfir í hlutina, enda kvað
hafa lekist að gera þræði þessa sýnilega. Það er þá
svo að sjá sem einhver óþekt öfl eða efni búi alténd
í sumum mönnum, og að þau geti verkað álengdar
eða jafnvel í fjarska, en það er þetta sem menn nú
á erlendum málum eru farnir að nefna lelekinesis,
en ég lieíi leyft mér að nefna fjarspyrnu á íslenzku.
Utflæði þetta virðist nú ekki einasla geta aukist
og magnast og valdið stórfeldum hreyfingum, lyft
eða bylt við borðum, stólum og skápum, heldur virð-
ist það og geta tekið á sig allskonar myndir. Uað
flæðir þá ekki einasta út úr höndum miðilsins, heldur
getur það flælt út úr öllum líkamanum, út um
höfuðið, inunninn, brjóstin, naflann, gelnaðarlimina
og viðar, og getur það þá jafnframt tekið á sig alls-
konar myndir af lifandi og dauðu, en þó einkum
mannsmyndir, dýramyndir og blóma, og þannig virð-
ast hinar svonefndu »andaholdganir« verða til. Hin
merkilega bók fríherra, dr. S c h r e n c k - N o t z i n g s :
Materialisationsfánomene, sem nú er ný útkomin, sýnist
því sem næst sanna þetta með hinum mörgu ágælu til-
raunum, er hann hefir gert á miðlinum Evu C.1), og
þeim aragrúa ljósmynda, er hann hefir tekið af þess-
um fyrirbrigðum, á meðan þau voru að gerast. Hafi
nú einhver haldið, að þessar rannsóknir styddu til-
gátur þeirra andatrúarmanna, þá fer hann algerlega
1) Hið rétta nafn hennar mun rera Marthc Berand.