Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 50
46
Rannsókn
en að einhver viðstaddur léti í Ijós ósk uin það að
sjá hönd eða fót, þá urðu líkamspartar þessir þegar
til úr fjarfryminu í keltu miðilsins. Og oft þegar
miðillinn var uppgefmn, gat frú Bisson með vilja-
krafti sínum fengið hana til að lialda áfram og leiða
aftur í ljós fyrirbrigði þau, er menn vildu sjá betur.
En þelta sýnir, að frú Bisson hefir haft töluvert and-
legt vald j'fir Evu. Þegar nú þar við bætist, að hún
í miðilsástandinu var mjög næm fyrir óskum allra,
sem við voru staddir, en þó einkum frú Bisson, er
ekki að undra, þótl myndirnar höguðu sér eftir því,
sem þeir helzt vildu sjá eða þeim var hugstæðast i
þann og þann svipinn.
En — getur þetta nú nægt til þess að skýra hina
svonefndu »andabirtingu«, þessi skifti, sem maður
frú Bisson átti að birtast? Meir’ enn! — Frú Bisson
var nýbúin að missa mann sinn. Henni var harmur
í liuga og hún hugsaði ef til vill oft um skilnaðar-
stundirnar og verk það, er hann lét eflir sig hálfgert.
Nú kom það fyrir, að hún dáleiddi Evu á daginn
til þess að búa hana því betur undir kvöldin, gera
hana rólega og hrifnæma. Gat nú ekki verið, að
frú Bisson hugsaði þá einhvern tíma til manns síns
og þess, er þeim hafði farið á milli, á meðan hún
var að dáleiða Evu? En þá er ekkert sennilegra,
en að það hafi llogið Evu í hug og komið svo af
vörum hennar aftur um kvöldið um leið og andlits-
gríma mannsins varð til. Svona getur þetta liafa verið,
ef menn vilja reyna að skýra það fyrir sér á eðlileg-
an liátt. En þá er þriðja tiigátan, að andi hins fram-
liðna hafi birtst þarna í raun og veru, allsendis óþörf.
Samkvæmt ofanskráðu má þá skýra þessi og
önnur álíka fyrirbrigði á eðlilegan hátt með því: