Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 61
nieð Eskimóum.
57
Penelope á leigu og látið Eskimóa sigla því norður
að Parrys höfða; þar hafði sokkið hvalveiðaskip um
sumarið með öllum farmi, hvalskíðum og dýrri grá-
vöru og átti nú að reyna að ná því. Þegar kom að
Hellunesi þótti skipverjum komið of nærri vetri, af-
tóku að fara lengra og gengu þar á land. Stein þessi
gat ekki aðgert, hleypti niður akkerum og gekk af
skipinu, en það sleit upp fáum dögum síðar í norð-
anstormi og rak á land. Penelope liggur nú í fjöru-
sandi við Hellunes, hið fyrsta og eina skip, sem
Eskimóar hafa eignast og stjórnað, einkis virði með
öllu nema blýið í kjölnum. Margt skipið liggur þar
sandi orpið, en ytxr ekkert þeirra hafa gengið slík
auðnubrigði sem skrælingja-ferjuna Penelope. Skips-
höfnin hafði sig burt von bráðar til sinna átthaga,
en Stein gerði sér hús þar sem hann var kominn og
sat þar um veturinn. Þar er nógur reki til eldiviðar,
en ilt til veiða fyrir ísum, þegar hausta fer. En í
sjálfum árósunum og austan megin þeirra er veitt
á ísi allan veturinn bæði í net og á dorg.
Á auðu veiða Eskimóar með þeim hætti, að þeir
festa annan enda nets við hæl á landi, en ýta hinum
endanum út með stöng afarlangri, 60—80 feta. Fisk-
ur er tregur meðan nótt er björt, en landburður þeg-
ar dimma fer, sjóbirtingur, síld og ileiri tegundir.
Fjögur net voru til á okkar heimili, 60 feta löng, og
það kom fyrir að við fengum 2—3000 íiska á einni
nóttu.
Kvenfólkið gerir að, undir eins og fiskurinn kem-
ur á land og kasar hann í gryfjum; timburflekar eru
hafðir yfir þeim til að verja fiskinn fyrir hundum.
Vertíðin byrjar snemma sumars, og því vill verða
ólykt úr gryfjunum þegar vit á líður. En mörgum