Andvari - 01.01.1914, Blaðsíða 54
50
Vetrarseta
þær þjóðir, sem eru uppi á vorum dögum og svo
afskektar, að þær eru á sama reki og forfeður þeirra,
sem eru undir lok liðnir fyrir æva löngu.
Það fólk, sem forvitnast átti um í þetta sinn,
voru Eskimóar fyrir austan fljótið Mackenzie. Um
þá er minst kunnugt allra þjóðflokka á meginlandi
Ameríku. Sumir þeirra hafa aldrei séð hvíta menn,
en í nokkrum bygðarlögum þeirra finnast fáeinir svo
víðförlir, að komið hafi í »eftirlegu« búðir Hudson’s
Bay félagsins. Að vísu liafa þeir, sem búa næslir
árósnum austan megin, haft mök við hvíta menn
öðru livoru í síðastliðin 20 ár, en hugarfar og hæltir
þeirra hafa engum breytingum tekið fyrir það.
Sjóleiðin um Bæringssund, austur með norður-
strönd Alaska, að Mackenzie-ósutn, er löng og hættu-
leg, sem hver og einn getur séð af uppdrætti lands-
ins, sá er nokkuð þekkir til, hvernig tithagar í norður-
höfum. í annan stað er það ljóst, að frá Edmonton
í norðvesturhluta Canada, þar sem járnbrautir þrýtur,
má láta berast fyrir árstraumi eftir Mackenzie-lljóti,
beint norður í bækistöður þessara Eskimóa. Sú leið
er skemst, auðveldust og skemtilegust allra leiða, sem
liggja norður í heimskauts-lönd.
t*á leið hafa fáir farið, enda sézt þar ekki ræktað
land né hvítra manna bygð, en útsýni er þar víða
yndisfagurt. Áin sjálf er um 3 mílur (enskar) á
breidd, og brunar milli hárra bakka með 3 milna
hraða á klukkustund. Þó er mér nær að halda, að
fáir finnist svo fróðir í New York, að þeir viti, að
liún er stærri en Hudson-fljótið, og að þeir séu ekki
margir í Lundúnum, sem vita, að hún er til. Ég
hilti skipstjóra af elfarskipi á Yukon-fljóti, og barst
í tal milli okkar, hvort íljótið væri stærra. Hann