Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 22
22 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
yfir 10 ára aldur; dvaldi síðan á ýmsum stöðum á þeim
slóðum, meðal annars árum saman hjá hálfbróður sínum,
séra Ólafi Bjamarsyni, er þá var sóknarprestur að Ríp, en
þeir voru sammæðra.
Að Magnúsi skáldi stóðu traustir stofnar í báðar ættir,
og hefir hann vafalaust hlotið að erfðum frá ættmennum
sínrnn ýms skapeinkenni og það viðhorf við lífinu, sem
svipmerkti hann um annað fram. Á þetta benti systur-
sonur hans, dr. Rögnvaldur Pétursson, réttilega í ræðu,
sem hann flutti í samsæti í Winnipeg á áttræðisafmæli
skáldsins (27. nóv. 1938), og fórust honum þannig orð
(Heimskringla, 30. nóv. 1938):
“Eg vil segja yður svolítið frá ættmönnum heiðmrs-
gestsins. Föðurbróðir hans, sem hann er heitinn eftii',
Magnús Árnason í Utanverðunesi í Hegranesi varð einn
með elztu mönnrnn í Skagafirði, og hami var einn með
góðgerðasömustu og glaðværustu mönnum þeirrar tíðar.
Bær hans stóð í þjóðbraut, ef svo mætti að orði komast,
við aðalferjustaðinn, við vesturós Héraðsvatna. Á nóttu
og degi var sífeldur straumur gesta að Nesi. Enginn kom
þangað hryggur eða glaður, svo að ekki færi hann þaðan
glaðari og hressari í bragði. Magnús hafði alltaf einhver
ráð með að leysa úr vandræðum manna. Enga erfiðleika
lét hann buga sig, og er hann enn í minnum hafður meðal
eldri Skagfirðinga austan hafs og vestan.
Finnið þér ekki skyldleikaim milli þessara frænda og
nafna, gleðina, léttleikann, hluttekningasemina og kvíða-
leysið yfir lífinu? Engir þeir, sem kynnst hafa heiðurs-
gestinum, munu honum annað bera, en að hann hafi áv-
altreynstraungóðurogósérhlífinnog kosið heldur að reisa
á fætur en fella þann, sem umkomulítill var. Eg segi yður
satt, að okkar íslenzka mannlíf hér í þessum bæ, hefir
orðið sviphýrra og ánægjulegra fyrir það, að Magnús
Markússon nam sér hér bólfestu, og lagði á sig marg-
háttuð félagsstörf lengi framan af árum. Hann hefir nú