Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 101
ALMANAK
101
15. ágúst—Hyltu Ný-lslendingar héraðslækni sinn, Dr.
S. O. Thompson í Riverton, Man., og þingmann Gimli
kjördæmis, ásamt frú hans, með afar fjölmennri samkomu
á Iðavelli við Hnausa, í tilefni af silfurbrúðkaupi þeirra
hjóna og í viðurkenningar skyni fyrir farsælt staií læknis-
ins og þeirra hjóna beggja í þágu byggðarbúa, og sæmdu
þau stórgjöfum.
Ágúst—Tilkynnt, að dr. Ásgeir Jónas Thorsteinsson
hafi gerst aðstoðarprófessorískordýravísindum við fylkis-
háskólann í Manitoba. (Um námsferil hans og ætt, sjá
Almanak síðasta árs, bls. 66-67).
20. ágúst—Varð Páll Jónsson, landnámsmaðurogbóndi
að Kjama í Nýja-íslandi, hundrað ára að aldri. (Sjá grein
um hann annarsstaðar í þessum árgangi Almanaksins).
Ágúst—1 þeim mánuði dvöldu þau Dr. P. H. T. Thor-
lakson, frú hans og dóttir frá Winnipeg, hálfsmánaðar
tíma á íslandi, við hinar ágætustu viðtökur; ferðuðust þau
nokkuð um landið, og flutti læknirinn erindi bæði í
Reykjavík og á Akureyri.
Sept.—Grettii' Eggertsson rafmagnsfræðingur og frú
hans í Winnipeg fóru til Islands í boði bæjarstjómar
Revkjavíkur og Rafmagnsveitunnar, í viðurkenningar
skyni fyrir starf hans í þágu Reykjavíkurborgar og um-
rædds fyrirtækis, en meðal annars teiknaði hann eimtúr-
bínustöðina við Elliðaárnar, útvegaði allt efni í hana og
sá um sendingu þess til Islands.
10. sept.—Lagði frú Elinborg Lárusdóttir skáldkona
af stað frá Winnipeg áleiðis til Islands eftir nálega fimm
mánaða dvöl vestan hafs. Hafði hún ferðast víða um
byggðir Islendinga beggja megin landamæranna og flutt
nærri því heilan tug erinda og lesið upp úr skáldverkum
sínum víðsvegar á samkomum, við ágætar undirtektir,
meðal annars á ársþingum beggja sambanda kvenfélaga
kirkjufélaganna íslenzku.
Sept.—Um þær mundir lauk Frederick Karl Kristjáns-