Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1949, Blaðsíða 66
66 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
íslenzk málefni er hann vel fróður, hefur hann fylgst vel
með, og um lengri tíma staðið í bréfasambandi við ýmsa
mæta menn á ættjörðinni.
Séra Sigurður er samvinnuþýður, hreinn og einlægur
gagnvart mönnum og málefnum, á þingum og mannfund-
um flytur hann ætíð friðannál ef því er að skifta. Hann
er enginn bardagamaður og stendur sjaldan í styrjöldum,
en slær ógjaman af því, sem hann telur satt og rétt. Sann-
leikurinn er honum hugðarmál. Hann kann að verja sitt
mál eða sanna vel með viturlegur rökum. Meðal almenn-
ings munu fáir vera vinsælli en séra Sigurður Ólafsson.
TIL LESENDA
Af óviðráðanlegum orsökum, þrátt fyrir góða viðleitni
hlutaðeigenda, hefir eigi unnt verið að birta í Almanakinu
síðustu undanfarin ár landnámsþætti íslenzkra byggða
vestan hafs, enda þótt lesmál þess hafi að mestu leyti
verið helgað vestur-íslenzkum landnemum og frásögnum
varðandi þá, samhliða þjóðlegum fróðleik, sem ritið hefii'
einnig flutt frá byrjun. Næsta ár munu og, að öllu for-
fallalausu, birtast landnámsþættir úr byggðum Islend-
inga í Tantallon, Gerald og Spy Hill í Saskatchewan, er
ritstjóri safnaði efni til á ferðum sínum á þeim slóðum
síðastliðið sumar. Ráðstafanir hafa einnig verið gerðar til
þess að fá ritaða landnámssögu tslendinga víðar, með það
fyrir augum, að þeir þættir komi á sínum tíma í Almanak-
inu. Þakka undirritaðir öllum þeim, er þegar hafa stutt
þá í þeiiTÍ viðleitni eða heitið þeim liðveizlu sinni, og
ennfremur hr. Davíð Björnsson, bóksala í Winnipeg, fyrir
aðstoð við prófarkalestur.
Útgef. og ritstj. Almanaksins